1.1.2008 | 17:25
Áramótin
Vorum með eðal kalkún að hætti Möggu í matinn og tókst hann að sjálfssögðu ákaflega vel, vorum með Gunna og Kristínu í mat svo má ekki gleyma að Ella og pjakkarnir hennar voru hérna líka. Yngri guttinn hennar Ellu fór á kostum var að springa úr spenning yfir að fá að sprengja Ella var eitthvað svo viss um að hann gæti ekki þagað eða verið kjur í 25 mínútur að hún bauð honum 10.000 kr ef hann gæti verið kjur og ekki sagt orð í 25 mín, ég hvatti pjakkinn auðvitað áfram og studdi hann í að standa sig og að sjálfssögðu vann hann Ella þurfti að punga út 10 kalli og ekkert múður. Nú áramótasprengingarnar voru að vanda flottar en við bræðurnir vorum með smá sýningu hér skutum upp smá slatta af tertum auk þess sem við skelltum nokkrum vel völdum flugeldum á loft, veðrið var ekki upp á sitt besta en þetta reddaðist samt og allt fór upp og ekkert vesen Ekki var eins gaman í dag þegar ég fór út að taka til eftir sprengjurnar en áður en ég fór kom einhver ljósmyndari og myndaði brunahrúgurnar fyrir framan húsið, skil ekkert í þessu þetta var ekkert svo mikið
Athugasemdir
Gleðilegt hlaupár
Ólafur fannberg, 1.1.2008 kl. 18:05
Gleðilegt ár kæri vinur
Vatnsberi Margrét, 2.1.2008 kl. 17:54
Já - á næstu forsíðu DV - "sprengjuóður maður í rótgrónu hverfi í Kópavogi" ...... hahahahaha..... ásamt risamynd af rústunum ykkar
Lauja, 2.1.2008 kl. 22:59
Hmmmm....ég held að þú hafir nú ekki bara hvatt guttann áfram, held að þú hafir nú líka gert í því að tjúnna upp spennuna En takk fyrir frábært kvöld.....og þetta var nú ekkert óyfirstíganlegt að kveikja í öllu þessu dóti...bíð fram aðstoð mína í lok þessa árs....
Ella (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.