Mótmæli

Jæja þá er ég orðinn svo frægur að ég fór á mótmælin í gær Angry Það er sjálfssagður réttur allra að mótmæla en þegar það er farið að fara úr böndunum og skemma eigur okkar þá finnst mér of langt gengiðFrown. Mótmælin eru búin að vera friðsöm að mestu fyrir utan nokkrar gungur Undecidedsem ekki þora að láta sjá framan í sig Banditþar sem þeir eru að skemma og reyna að koma af stað uppþoti. Ég bíð eftir að það verði alvarleg slys og uppúr sjóði algjörlega, það er ekki það sem við viljum. En svo er það að ráðamenn bankastjórar og þeir sem bera mest ábyrgð á þessu öllu saman virðast bara ekki hlusta og þá verða menn ( mótmælendur enn pirraðari ) hvað á þá að gera ? Hlusta þeir frekar ef að það er verið að skemma ? vona bara að þeir hlusti núna og fari frá og leyfi öðrum að kljást við vandann því það treystir engin þessum mönnum lengur. Veit ekki en vona bara að það komi ekki til með að verða slys áður en að þessu líkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Fannst snilld að búa til allan hávaðan, en er sammála með öfgarnar það skemmir fyrir öðrum og eins skil ég ekki í foreldra þeirra barna sem voru tekinn af lögreglunni.

Vatnsberi Margrét, 21.1.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Margrét M

ég er sammála Kiddi, það er ótrúlega asnalegt að sjá fólk sem er með klúta fyrir andlitum (sem betur fer fáir) vera með skemmdarverk og reina að koma af stað uppþotum á meðan fólk sem þorir að láta sjá á sér andlitið er að mótmæla friðsamlega að mestu leiti,,það er gungulegt að vera að fela andlit ykkar  

Margrét M, 21.1.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

það er rétt Valdimar að þeir sem eru við stjórnvölin eru búnir að koma okkur á skuldaklafa næstu kynslóða, það er staðreynd sem að við verðum að lifa við. En ég er ekki sammála að það þurfi að beita ofbeldi´, eru lögreglumennirnir sem fóru á slysaarðsstofuna í nótt ekki hluti af samfélaginu sem blæðir ? Er réttlætanlegt að henda gangstéttarhellur í lögreglumennina ? ER RÉTTLÆTANLEGT AÐ NOTA PIPARÚÐA ?  Mín skoðun er að það réttlætir ekkert að skemma eða að beita ofbeldi af óþarfa, varðandi piparúðann má vera að hann sé ofnotaður en þó finnst mér skiljanlegt að hann sé notaður sér í lagi þegar verið er að ógna þeim sem eru að reyna að vernda þær litlu eignir sem við eigum eftir.
Skattborgari: já mér finnst að þið sem ekki þorið að koma fram undir nafni láta sjá framan í ykkur séuð GUNGUR það eruð þið sem eruð að skemma henda hellum í lögreglumenn og svo f.r.v á meðan þið þorið ekki að láta sjá framan í ykkur eruð þið gungur allavega er það mín skoðun en eins og þeir segja það þarf ekki að endurspegla álít þjóðarinnar.  

Kristberg Snjólfsson, 22.1.2009 kl. 10:31

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 27.1.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband