29.10.2008 | 09:50
Passið ykkur á ef að það er hringt til ykkar úr nr 0088213220044
Ég fékk símtal í gærkvöldi frá númeri 0088-213220044 ég hafði sem betur fer lesið á visi þetta
Síminn varar fólk við að hringja til baka í númer sem byrja á 0088. Það landsnúmer er ekki til en fólk er rukkað um þúsundir króna þegar hringt er í númerin. Undanfarið hefur borið á því að fólk fær hringingu úr þessum númerum, 1-2 stuttar hringingar, og þegar hringt er tilbaka tapar fólk þúsundum króna á þessu eina símtali.
Það er greinilega einhver sem er að svíkja peninga af fólki með því að hringja og skella á," segir í tilkynningu frá símanum.
Einns gott að vera vel vakandi hverjir hringja í mann
Athugasemdir
Takk fyrir Kiddi minn skal passa mig :)
Varstu búin að heyra um nýja flotta símanúmerið mitt heima.? Gasalega flott
Kristín Jóhannesdóttir, 29.10.2008 kl. 10:17
Nei Kristín þú hefur ekki gefið mér það upp
Kristberg Snjólfsson, 29.10.2008 kl. 12:04
Ef ég þekki ekki númerið sem er í númerabirtinum þá hringi ég ekki til baka. Ef það er eitthvað sem skiptir máli þá verður hringt í mig aftur ef ekki þá skiptir þessi hringing ekki máli.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 29.10.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.