15.1.2008 | 10:35
Kastljós
Var að horfa á kastljós í sjónvarpinu í gær og verð ég að segja að ég hef sjaldan orðið svona lítill í mér eins og að horfa á þennan þátt.
Verið var að tala við tvær stúlkur önnur 11 ára hin 13 ára og foreldra þeirra, stúlkurnar fæddust heilbrigðar en í kring um 5 ára aldur fór að bera á veikindunum sem þær hrjá, en þær eru báðar heyrnalausar og önnur orðin að mestu blind og hin mjög sjóndöpur, eldri stelpan er algjörlega bundin hjólastól og getur ekkert hjálpað sér en hin er farin að missa mátt og þarf að vera í göngugrind en það sama bíður hennar og eldri systurinnar.
Þessar litlu hetjur voru ótrúlegar og fann ég rosalega fyrir vanmátti mínum þegar verið var að ræða við þær, ég sem hef almennt verið heilsuhraustur en væli eins og stungin grís þegar ég fæ vott af flensu en svo sjá þær þar sem þær bíða bara eftir að hrörna meir þar sem ekkert virðist geta komið í veg fyrir það.
Foreldrarnir eru að sama skapi ótrúlegir hvernig þau taka á veikindunum er hreint ótrúlegt, að fá tvö svona veik börn er ekki fyrir hvern sem er en þau greinilega eru mjög sterk og taka á málinu með æðruleysi. ´
Eftir svona þátt finnur maður hvað maður er heppinn að eiga heilbrigð börn og vera sjálfur heilbrigður.
Athugasemdir
Mikið er ég hjartanlega sammála þér - ég og sonur minnn sem er 11 ára horfðum á þáttinn með tárin í augunum. Maður getur svo sannarlega verið þakklátur fyrir sitt.
Berglind Elva (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:11
Já það var frábært að sjá hversu hugrakkar þær eru svo ég tali nú ekki um að stúlkan sá að alþingi er nautheimskt og að fermingar eru bara peningadæmi.
Frábærar stelpur alveg og ég óska þeim alls hins besta
DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:25
ó já .. þetta eru sannar hetjur ..
Margrét M, 15.1.2008 kl. 13:16
Alveg er ég sammála DoctorE. Ég horfði líka á þennan þátt og þetta snerti mig mikið. Þær eru komnar á minn bænalista og fjölskyldan öll. Þau eru öll miklar hetjur
Kristín Jóhannesdóttir, 15.1.2008 kl. 16:55
Þær voru svo mikil yndi, sætar og SKEMMTILEGAR. Vá, við horfðum á þetta saman ég og kærasti minn og þær gjörsamlega áttu hugi okkar og hjörtu.
Öll fjölskyldan svo æðrulaus.
Anna Sigga, 16.1.2008 kl. 15:58
sá þáttinn þær voru frábærar.
Ólafur fannberg, 18.1.2008 kl. 11:41
Hérna er ég fullkomlega sammála öllum.Þvílíkar hetjur.
Solla Guðjóns, 20.1.2008 kl. 03:23
Sammála þeim að ofan.
Vatnsberi Margrét, 23.1.2008 kl. 20:27
Hvernig er það með þig karlugla....ertu alveg hættur að nenna að blogga????
Ella (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.