26.4.2007 | 07:57
ABC Barnahjálp / Bankahagnaður
Væri ekki flott ef að bankarnir myndu nota kanski 0,5% af hagnaði til að styrkja þá sem minna meiga sýn, það er bara dropi í hafið miðað við þessar gríðarlegu hagnaðartölur.
Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
góð hugmynd en bankarnir tíma örugglega ekki svona löguðu
Ólafur fannberg, 26.4.2007 kl. 07:59
Veit ekki betur en að bankarnir láti þó nokkrar fjárhæðir af hendi rakna til góðra málefna á hverju ári.
Jóhann, 26.4.2007 kl. 08:41
Bankinn minn gerir það...
Landsbankinn
Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 08:46
afar góð hugmynd
Margrét M, 26.4.2007 kl. 08:46
Held að bankarnir láti nú fullt af peningum til góðgerðarmála og eru þá skammaðir fyrir að "kaupa" sér velvild. Það ómögulegt að þóknast öllum.
Jon (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:03
Netbankinn er í miklu og góðu samstarfi við ABC barnahjálp og styrkir þá duglega, ekki eingöngu með útgáfu ABC korta heldur einnig í beinum framlögum.
Sævar (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:05
Bankinn minn lætur gott af sér leiða
Vatnsberi Margrét, 26.4.2007 kl. 11:03
Bankinn minn, Sparisjóður Svarfdæla ætlar að byggja Menningarhús fyrir Dalvíkinga. Það mun kosta u.þ.b. 250 milljónir, sem er u.þ.b. 30% af hagnaði Sparisjóðsins á síðasta ári. Geri aðrir betur. Það væri hægt að gera ýmislegt fyrir hluta af hagnaði bankanna s.s. byggja ný samgöngumannvirki, útrýma fátækt og auka þjónustu við öryrkja og aldraða. En bankanna rök eru þau að meginhluti hagnaðarins kemur vegna viðskipta erlendis þannig að þeir telja sig ekki skuldbundna sínu "heimalandi"
Björn Zoéga Björnsson, 26.4.2007 kl. 11:31
Einginn af bönkunum mínum gerir þetta nema rétt til að sýnast.
Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 20:13
ég á því miður engann banka eins og margir hér fyrir ofan
Margrét M, 27.4.2007 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.