Færsluflokkur: Bloggar

Svona er þá Camel - Toe

Var ekki viss hvernig Camel toe liti út en núna veit ég það Tounge 

camel-toe

 


Ótrúlegt hvað myndir geta blekkt

Ótrúlegt hvað hægt er að gera með myndir, maður sá ekki neitt í bakgrunninum til að byrja með Whistling

ótrúlegt

 


Ekkert má nú

Hvers vegna ætli löggan sé að stoppa þennan mótorhjólamann ? LoL

img


Alma Glóð á afmæli í dag

Jæja þá á prinsessan mín hún Alma Glóð afmæli í dag Wizard 

hún er orðin 12 ára þessi elska. Manni finnst það sko ekki vera nein 12 ár síðan hún kom í heiminn en það er víst staðreynd sem maður verður að horfast í augun við, semsagt ég er 12 árum eldri og að verða gamallW00t en eigi að síður finnst mér ég bara vera miklu yngri og hressari en fyrir 12 árum síðanWhistling kannski er maður að blekkja sig en það er allavega góð blekking þar sem mér finnst ég bara stöðugt verða í betra formi Tounge En elsku Alma Glóð innilega til hamingju með daginn ástin mín InLove


Svo syfjuð

Þetta er ansi skondið Wink syfjuð eru þau það er á hreinuSmile

http://www.metacafe.com/watch/1267160/mr_sandman/


Þetta kallar maður þrengsli

Hvernig er að ferðast með lestum í Japan ? ég allavega myndi ekki vilja vera einn af farþegunum þarna LoL  http://www.metacafe.com/watch/1260636/how_to_load_people_on_trains_in_japan/

Það er komið sumar

Jæja sumarið er komið formlega og vill ég óska ykkur öllum gleðilegs sumar. Og bara svona þannig að þið vitið það strax þá er ég búinn að ákveða að hafa þetta sumar gott Wink  sólin verður mikið í aðalhlutverki og þá meina ég sko hún verður á lofti en ekki í umræðunni hvenær hún kemurTounge  Þannig að búið ykkur undir gott sumar. GLEÐILEGT SUMAR ÖLL SÖMUL

Garðvinna

Garðurinn var tekinn með trompi í dag, lauf rakað og greinar klipptar og afgangurinn af áramótunum rakaður upp. Dagurinn í dag var sem sagt þrældómur út í gegnCrying en það sem mér fannst merkilegt er að mér þótti þetta bara nokkuð gaman Wink leiddist ekkert og hafði bara gaman að því að vinna í garðinum mínum, tók reyndar loforð af Möggu minni InLove að vera ekkert að nefna það við neinn að ég hafi bara haft gaman að þessu, þannig að ég vona að þið verðið ekkert að blaðra um það heldurTounge. Síðan var hjólhýsið tekið og fært til sett í innkeyrsluna þannig að það sé auðveldara að þrífa það eftir veturinn og skella bóni á græjuna, fer í það í fyrramálið. Við ákváðum að verðlauna okkur með góðum mat Grin en ég grillaði humar í hvítlakssmjöri í forrétt og hafði lamba fille í aðalrétt namm klikkar ekki Wink


Ofnæmispróf

Púff þetta er hundleiðinlegt Crying  Ég er núna í ofnæmisprófi nr. 2 en það er verið að tékka á hvort ég sé nokkuð með ofnæmi fyrir ja vonandi ekki konunni Grin  nei nei það er sko ekki hægt að fá ofnæmi fyrir þessari elsku InLove  en staðan er þannig að ég fæ flösu og hrúður í hársvörðinn sem er að gera mig vitlausan W00t  og svo á ég til að hlaupa upp í ofnæmi í andlitinu, en það bætir ekki úr skák maður allavega fríkkar ekki við það Cool  Það eru settir einhverjir plástrar með einhverjum efnum á bakið á manni og látið vera þar í tvö daga, svo er lesið úr því á þriðja degi og tékkað hvort eitthvað sé, síðan er aftur lesið úr bakinu á manni á fimmta degi og eftir það má maður loks fara í almennilega sturtu Wink  en það er einmitt það sem er verst að geta ekki farið í heita og góða sturtu í nokkra daga. En allavega vona ég að það finnist eitthvað út úr þessu ég er nefnilega orðinn hundleiður á þessu.

Þetta er hundfúlt

Ég verð nú að segja að ég er orðinn drulluleiður á þessu blessaða veðurfari hér á klakanum Crying Það var að koma sumarfílingur í mann Grin búinn að gera hjólhýsið klárt fyrir ferðir og kominn í gírinn að fara á stað með húsið út og suður, en nei nei maður var sleginn niðurCrying því að þegar ég skreið á fætur í morgun var allt á kafi í snjóW00t Æ ég er orðinn hundleiður á þessu og vill bara fara að fá aðeins meiri hita og losna við þennan snjó í byli. En ég er búinn að ákveða að veðrið í sumar verður bara rosalega gott í staðinn fyrir þennan hundleiðinlega vetur, við eigum það alveg skilið er það ekki Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband