Færsluflokkur: Bloggar

ABC Barnahjálp / Bankahagnaður

Væri ekki flott ef að bankarnir myndu nota kanski 0,5% af hagnaði  til að styrkja þá sem minna meiga sýn, það er bara dropi í hafið miðað við þessar gríðarlegu hagnaðartölur.
mbl.is Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum níðinga í geimferð

Er ekki rétt að senda barnaníðingana í nokkur þúsund ára geimferð, senda af stað og það tekur nokkur þúsund ár að komast á leiðarendaTounge
mbl.is Vísindamenn finna „ofurjörð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafði lítið að gera skrapp aðeins í sandkassann

sand%20castle 


ABC hjálparstarf

Við hjónakornin sátum sem límd fyrir framan sjónvarpið í gær þar sem sýndur var kompásþáttur um eymdina í Kenya. Það sem hægt er að gera fyrir börnin er ótrúlegt fyrir aðeins 2500 kr. Það er nú svo að við höfum ekki verið að borga í þessi hjálparstörf en það er alveg klárt að það verður breyting á núna, að slík eymd sé til í heiminum er hræðilegt, og ég verð bara að segja að ef að einhver hefur farið ósnortinn frá því að horfa á þennan þátt þá er sá eða sú með steinhjarta. Allavega þá ætlum við að styrkja þessi hjálparsamtök og reyna að fylgjast með hvernig peningunum verður varið. Tökum okkur saman og gefum smá það þarf svo lítið til að hjálpa helling.

Uppbygging á brunarústunum

Horfði á mjög áhugaverðan þátt þar sem var viðtal við Hrafn Gunnlaugsson og hvaða sýn hann hefði á miðboginni og þeirri uppbyggingu sem þar þarf að fara fram eftir brunann. Ég verð nú að viðurkenna að Hrafn hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá mér, en þær hugmyndir sem hann hefur varðandi uppbyggingu miðborgarinnar og allt út í viðey eru ákaflega vel framsettar og vel ígrundaðar. Mér fyndist réttast að fá hann til að stýra uppbyggingunni þar sem það er greinilegt að hann hefur mikið vit og áhuga á að gera hlutina miðaða við það ár sem við búum á en ekki að horfa endalaust til fortíðar, þessi hús sem brunnu eiga að víkja fyrir nýjum og stærri byggingum. Það að fara að byggja þetta horn upp í upprunalegri mynd er ekki neitt vit, þetta er allt of dýrmæt lóð til að byggja pínulitlar byggingar þegar hægt er að byggja fallegt stórt hús sem nýtist miðborginni mikið betur. Hérna er tengill inn á viðtalið við Hrafn http://visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=31854&ProgType=19009&progCItems=0&play=simple

Það er komið sumar

Jæja öll sömul gleðilegt sumar, núna fer að koma að hjólhýsatímabilinu hjá okkur Wink nú er bara eftir að ná í gripinnSmile en við gerum að um aðra helgi, þá er eftir að setja græjur í græjuna og setja sjónvarpið í. Nú grillskapið er alltaf til staðar enda er ég að fara að grilla. Óska ég ykkur öllum gleðilegs sumar og vonandi sjáumst við á blogghjólhýsagrillútilegu í sumar getum kanski komið upp nettengingu fyrir Blogholista og bar fyirir alkaholistaTounge

Nýr Toyota Landcruiser

Jæja við gátum ekki verið lengi án þess að eiga LandcruiserWhistling erum soddanns Toyota fólk að við sáum eiginlega ekkert annað en Crúsa og höfum verið á útkíki eftir góðu eintaki. Nú Magga er náttúrulega snillingur að fylgjast með bílum á netinu, og datt einn eðalvagn inn fyrir mistök hjá Toyota en hann átti ekki að fara á netið þar sem þetta átti að vera bíll fyrir starfsmann þar en Magga rak augun í hann og ég náttúrulega hafði samband við aðilana sem ég þekki og vildi þá svo óheppilega til fyrir þann sem átti að fá bílinn að hann var að slasa sig erlendis og var ekki með tryggingu þannig að hann greyið varð að hætta við og við fengum hannGrin en þetta er 2003 árgerð af Toyota Landcruiser 120 lítur rosalega vel út og verðið var bara mjög flott, áttum alveg eins bíl reyndar 2005 árgerð en hann var líka töluvert breyttur en þessi er nánast óbreyttur. Jæja ég er að fara í bíltúr þannig aðnú er best að hætta að monta sig á nýja bílnum. Já ef þið viljið kaupa eðal Bens ml-320 árgerð 2002 þá getið þið náð góðum samningum við okkur erum sko alltaf sangjörn er við seljum bílana okkarSmile


Skápasamsetningar

Jæja nú er allt að verða komið í samt lag búið að þrífa og ganga frá nánast öllu, skrifborðin eru komin upp í herbergin en við fengum þau samansett en ég þurfti að setja saman skrifborðsstólana sem var reyndar ekkert mál  ENNNN svo koma að helv, andsk, djöf , draslskápunum en mér skildist að ég ætti að vera í 1 klukkutíma með að setja þá saman, rigth ég er búinn að vera 6 tíma og ekki búinn að setja saman tvo skápaCrying  þetta er náttúrulega bara með ólíkindunum þarna eru milljón skrúfur sem þarf að skrúfa, teikningarnar til að setja þetta saman eru þess eðlis að flugvélaverkfræðingur myndi lenda í vandræðum með að finna út úr þessu, nú ég er náttúrulega slíkur snillingur að ég fann út hvernig á að setja þetta samanTounge en fæ samt ekki hurðarnar til að passa á réttan stað, humm allavega eru þær ekki alveg að lokast rétt og sama hvað ég geri þá lokast þær ekki búinn að reyna allar stilliskrúfur en ekkert gengurCrying  Magga mín sagði mér að stilla bara skrúfuna í hausnum á mér W00t  skil ekki hvað hún á við er nýbúinn að fara í allsherjar stillingu. En það sem mér finnst fúlt er að kaupa skápa sem eiga að vera vandaðri heldur en Ikea en svo kemur í ljós að það er sama vesenið að setja þetta samanDevil   ef að það er einhver sem getur komið og sett saman einn og hálfan skáp og stillt hurðir á einum þá endilega komið í kaffi, þannig að Magga mín missi ekki vitið, Ekki gott ef hún missir vitið þá er lítið eftir

Lokssins búið

Jæja þá er þetta búið, eða svo gott sem, bara eftir að pússa smá og henda slettu af málningu þá er allt klárt. Fengum skrifborðin skápana og stólana fyrir börnin áðan þannig að núna fer ég bráðum að detta inn á geðdeild  sko ég nefnilega er alveg skelfilegur í að raða saman skápum og drasli sem kemur ekki samsett til mín. Magga hefur venjulega viðbjóðslega gaman að því þegar ég er að bögglast við að setja saman eitthvað svona dót og á hún erfitt með að hemja sig, ég reyndar skil það ekki þar sem þetta er bara alls ekki auðvelt, mér fyndist að með hverjum pakka sem á að setja saman fylgi samsetningarmanneskja með, humm það myndi allavega hjálpa mér helling. En nú fyrst að þessi törn er nánast búin þá ætlum við skötuhjúin að bjóða smiðunum og þeirra ekta konum í mat stefnan er tekin á að grilla nautalundir, veðrið er vibbi þannig að það er ekki spennandi en samt ekkert mál fyrir mann eins og mig sem er grillsjúklingur af guðs náð, á þessu heimili er venjulega grillað lágmark einu sinni í viku sama hvernig viðrar allt árið um kring, en svo skil ég ekkert hvers vegna Bjössi vinur minn er svona feitur Whistling ( ekki ég ) jæja hættur að bulla í bili bulla meyra síðar hafið öll góða helgi

YAAAH

Núna er ég þess fullviss að hún Magga mín sé að fara alveg yfirumm á mérCrying  Þannig er að annað hvert orð hjá henni er á þýsku en það sem er enn verra er að hún kann ekkert í þýskuLoL  ég er svo sem ekkert betri, en ég held að hún sé búin að horfa of mikið á Helgu Braga þar sem hún leikur þýska breddu með miklum tilþrifum, nú það sem Magga er sífellt að segja er  ja ég kann ekki að skrifa það rétt en það er allavega fyndið eins og það kemur út úr henniLoL  en það er einhvernvegin svona   yahh svo kemur stuttu sinna gooood og ef ég er að segja eitthvað sem hún neitar er alltaf sagt naiiiiii   þið getið ýmindað ykkur samtölin okkar úff held að þessi blessaða fjárhagslegaverkefnissjokk sé komið út í verklegttungumálaóreiðissjokk  W00t Nú svo eru framkvæmdirnar á lokastigi goooood Grin og það lítur út fyrir að iðnaðarmennirnir sem áttu að vera í tvo til þrjá daga ljúki í dag 15 dögum eftir okkar áætlun þ.e.s 15 vinnudögum yahh  allavega verð ég að fara að athuga með þýskukunáttu okkar ef að ég þarf að fara að læra þýsku til að tala við Möggu verð ég bara að leggja það á mig humm Whistling

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband