Afmælistörn

Jæja apríl er genginn í garð og þá er alltaf mikið um að vera í afmælum hjá okkur og okkar fjölskildum, mætti halda að fengitíminn sé bara einu sinn á ári humm. en allavega átti mín heittelskaða afmæli í gær og lítur hún ekki út fyrir að vera deginum eldri en 25 InLove  nú Bjarni Freyr á afmæli í dag og er töffarinn orðinn 12 ára, Lilja björt á svo afmæli á morgun og verður skvísan 9 ára, svo má nú ekki gleyma stóru Glóðinni en Alma Glóð á afmæli 30 og verður 11 ára, það er naumast hvað þessi börn verða fljótt fullorðinHeart  Nú út af breytingunum þá hefur allt verið á hvolfi en er samt alt að koma á bara eftir að mála smá og setja hurðirnar á neðri hæðina, erum búin að vera að þrífa ryk og drullu undanfarið og bara gengið nokkuð velWink  held reyndar a' Magga mín sé alveg að fá nóg af þessu því hún er orðin svo langþreytt. Á eftir förum við svo með börnin að sýna þeim afmælisgjafirnar en við ætlum að gefa þeim skrifborð, skrifborðsstóla og fataskáparnir eru verslaðir á sama stað þannig að það verður bara líka hluti af afmælisgjöfunum, bara nokkuð hentugt að gefa þetta þar sem þetta kemur á flottum tíma eftir breytingarnar. en allavega hafið bara öll gleðilega páska.

Nú er eins gott að hafa hægt um sig

Núna er allt að gerast, efri hæðin að verða tilbúin Magga mín alveg að trillast af pirringi Angry  út af ryki og sóðaskap, tek reyndar ekki mikið eftir því en hún segist vera að verða alveg brjáluð, humm gott ef fólk brjálast svona maður tekur nefnilega nánast ekkert eftir því, veit bara af því að hún er pirruð af því að hún er alltaf að segja mér það. Ástin mín þú mátt vera eins oft pirruð og þú vilt ef þetta er pirringur í þérTounge  Allavega þá erum við að vona að hurðirnar verði settar í á morgun þá er bara eftir að setja hurðirnar á neðri hæðina en það má alveg bíða fram yfir páska. Þetta þíðir að við verðum búin fyrir páska yesssssssWink  held líka að Magga mín sé að jafna sig á þessu bölvaða fjárhagslega verkefnasjokkiTounge  svo er bara að fara að undirbúa öll afmælin en Magga á afmæli 6. apríl Bjarni 7 Lilja Björt 8 og Alma Glóð 30 apríl þannig að við verðum í afmælisstuði í aprílTounge   Nú svo er ég búinn að leggja inn beiðni til hans Ingvars þessa yndislega, frábæra, skemmtilega, og og og   um að ná Hjólhýsinu okkar út úr geymslunni en hann sér um það batterí þannig að það er eins gott að maður tali vel um þennan eðaldreng kannski gott að þið látið falleg orð um þennan eðalsvein falla á síðunni hans http://ingvarg.blog.is/blog/ingvar/ Whistling

Laugardagur og smiðirnir að vinna

Jæja þá er enn og aftur komin helgi og ekki enn búnar framkvæmdirnar hjá okkurAngry  En ég náði að plata smiðina til að vera hjá okkur og parketleggja í dagWink  þannig að þeir ættu að komast langt með parketið í dag, en það á líka eftir að setja upp tvo veggi sem þeir ætla að gera í dag og á morgun þannig að þá fer maður nú að sjá fyrir endann á þessum framkvæmdumGrin  á mánudaginn á að setja upp hurðirnar en við versluðum hurðir í allt húsið þannig að þetta verður heljarinnar breyting á húsinuWink  Síðan verðum við að bíða í 4 vikur eftir fataskápunum en við pöntuðum þá í eðalbúðinni Alno innréttingar alveg rosalega flottirSmile  já alveg rétt sko fyrst við erum að þessu þá ákvað ég að skipta út loftaplötunum í hjónaherberginu þannig að maður er alltaf að bæta einhverju viðTounge  allavega erum við komin ansi vel á veg með húsið og manni er bara farið að hlakka til að klára allt húsið og gera það eins og manni langar að hafa þaðGrin

Úff púff þetta ætlar aldrei að taka enda

Þetta er að verða alveg rosalegt vesen þessar smábreytingar! Breityngar sem áttu að taka tvo daga hafa heldur betur undið upp á sigWoundering  Nú í gær kom í ljós að við þurftum að rífa niður vegginn á milli hjónaherbergis og eins barnaherbergisins, nú það þíddi líka að við urðum að rífa niður fataskápinn í hjónaherberginu sem aftur þiðir nýr skápur humm. fórum í gær og pöntuðum nýjan skáp í hjónaherbergið frá Alno innréttingum en ég þekki eigandann þar og gaf hann okkur gott tilboð í flotta fataskápa Wink  en breytingar sem áttu að kosta kannski 200-300 þúsund eru komnar í tvær millurW00t  þannig a frjáls fjárframlög eru enn vel þeginn. En ljósi punkturinn í þessu er náttúrulega sá að efri hæðin er nánast búin eigum bara eftir að taka baðherbergið í gegn en það liggur ekkert á því þar sem það er ágætt en við viljum breyta því aðeinsTounge  Nú svo fékk ég verkfræðing hingað til að athuga fyrir mig hvort ekki sé í lagi að saga niður einn vegg sem skilur eldhúsið, stofu og sjónvarpsstofu að og þá náttúrulega vill hann að við setjum upp bita til að halda húsinu uppi humm skrítið að það þurfi að haldast uppi, held nefnilega að við hjónakornin séum að verða brjáluð okkur finnst svo gaman í ryki að við erum að spá í að fara í eldhúsið líka, en við gerum það örugglega ekki fyrr en í haust ef að við gerum það á þessu ári. Já alveg rétt við fórumlíka í Parket og gólf og versluðum okkur rosalega flottar innihurðir vorum búin aðfá tilboð í ákveðnar hurðir mjög fínar og stefndum á að taka þær en þá rak Magga augun í aðrar flottari sem ég var líka búinn að sjá en fannst þær of dýrar en ég fékk svona múskó tilboð í þær sem að ég gat ekki sleppt en það kostaði okkur 140 þúsund aukalegaW00t   jæja held að það sé best fyrir mig að fara að vinna þannig að við getum einhvertímann borgað reikninganaCrying

1 Iðnaðarmaður

Nú er það ferlegt Angry  erum búin að vera með 3 smiði í viku hjá okkur að græja efri hæðina og var stefnan tekin á að ná að klára´fyrir helgi, ennnnnn í dag verðum við bara með 1 smið hjá okkur þar sem hinir þurfa að fara út á land að vinna í dagWoundering  þetta þíðir væntanlega að við verðum tæplega búin fyrr en um páska. Fúlt en samt er þetta nú allt að koma. En svo kemur hitt  hummh  sko sko ég held að við verðum að láta smíða fataskápa í herbergin þar sem það er algjört klúður að klára ekki hæðina fyrst við erum að þessu á annað borð, þetta þíðir náttúrulega að við þurfum að dæla meyri pening út Whistling  hér með óskum við eftir frjálsum fjárframlögum bara eins mikið og þið getið losnað við við getum örugglega komið öllum seðlum í lóg he heþ Þannig að núna erum við að spá í að versla fataskápa og það kostar örugglega nokkurhundruð þúsund W00t  

Gólfin / Húsið

Jæja þá er allt komið á 3 hundraðið hjá okkur að reyna að klár blessaða gólfið uppi. Ennnnnn núna erum við skötuhjúin alveg að bilast W00t  við náttúrulega ákváðum að skipta um hurðir fyrst við erum að þessu nú líklega málum við líka mest allt og svo er kominn svo mikill hugur í okkur að halda áfram að við eigum bara erfitt með að hemja Möggu mínaTounge  ekki það að ég sé eitthvað að æsa hana upp nei nei ég geri ekki svoleiðisLoL  Nú það sem við erum að pæla er að byggja aðeins við kofann þ.e.s stækka eldhúsið aðeins og byggja þá ofan á það eina hæð eða svo þá getum við stækkað baðherbergið upp töluvert en það er svosem ekkert rosalega lítið en alltaf gaman að hafa rúmt í kring um sig, nú fyrst að við erum að spá í því þá verðum við að byggja ofan á útbygginguna sem stofan er í þannig að þar fengist gríðarlega gott ca 40 fm herbergi. Nú ef að við förum í þetta þá verðum við líka að byggja smá baðhús við húsið þannig að við getum nýtt heitapottinn sem mun koma á nýju stóru veröndina hjá okkur, en það er náttúrulega ekki hægt að sleppa neðri hæðinni en við erum búin að finna draumaeldhúsið okkar en það er í Byko  já látið það vera við eigum þaðWink  að sjálfssögðu skiptum við líka um gólfefni á neðri hæðinni en við erum búin að ákveða að skipta flísum og parketi bróðurlega niður á hæðina, baðherbergið á neðri hæðinni þarf líka að fá upplyftingu og síðast en ekki sýst þá ætlum við að klæða húsið að utan með flísum og sedrusviðWhistling  Ekki má ég gleyma bílskúrnum en hann verður ca 60 fm almennilegur dótakassi og svo náttúrulega verður öll lóðin tekin í gegn og hún verður gerð þannig að ekki þurfi að koma nálægt með puttana ég nefnilega nenni ekki að brasa í moldarflagi. Nú þetta er svo sem ekkert rosalegt kostar einhverja aura en sem betur fer þá komst vændisfrumvarpið í gegn þannig að ef að ég skila inn vsk af tekjunum ætti þetta að ganga ansi hratt fyrir sigLoL  ÆÆÆÆ maður má alveg láta sig dreyma en það er klárt við gerum þetta einhvertímann en líklega verð ég að bíða í minnsta kosti tvo til þrjá mánuði á meðan ég safna aurumWhistling

Matarboð

Við hjónakornin buðum vini okkar í mat, vorum með nautalundir sem bara tókust allveg helvíti vel. Ég náði annsi góðri mynd af Sigga en hann hótaði mér vinaslitum ef ég myndi birta hana á síðunni þannig að ég verð Devil he he tek sénsinn á að hann verði ekki allveg brjálaður.       Picture 036 Picture 029Picture 009

                         Hvor er fallegri Siggi eða Bomba?


$$$$$$$$$$

Jæja nú er gott að eiga góða bloggvini sem borga með okkurTounge  ekki veitir af að opna reikning, hummh en allavega, verk sem átti að vera létt og löðurmannlegt er orðið að stórveseni, við héldum að það væri hægt að leggja ofan á gólfið sem var fyrir og rétta það þannig en það var bara bjartsýnis BOMBA hjá mér. Það þurfti að rífa allt upp styrkja alla bita hreinsa drasl sem er af öllum gerðum þarna allt frá sykurpokum, skólabókum, dagbókum niður í steypuafgangaAngry  Nú við náttúrulega rifum þetta hreinsuðum og gerum vel það náttúrulega þíðir ekkert að vera að þessu ef þetta er ekki gert vel. Nú síðan í gær þá var enn eitt smiðurinn benti okkur á að best væri nú að skipta um hurðir fyrst verið væri að þessu, og þar fara fullt af seðlum  $$ þar sem við að sjálfssögðu gerum eins og fagmaðurinn ráðleggurCool  ætlum við náttúrulega að skipta um hurðir. OG síðan var líka ákveðið "fyrst við erum að þessu að loka á milli hjá prinsessunum þannig að þær fá sitthvort herbergið, þær hljóta að verða ánægðar með það þessar elskur. En svo fórum við hjónin í Byko í gær og hvað haldið þið Magga mín myssti næstum niður um sig buxurnar þegar við vorum að skoða eldhúsWhistling  Draumaeldhúsið bíður nefnilega eftir okkur í Byko bara fara og sækja það $$ humm fer Bomba kanski að kosta dáldið he he. En hún Bomba kemur til okkar í dagGrin  Eftir langa bið er litla krílið að koma til okkar, Krakkarnir eru búin að vera yfir sig spennt, í gær sagði yngsta prinsessan á morgun get ég sungið allan daginn Bomba kemur í dag Bomba kemur í dagSmile  þessi yndislegu börn Heart

Mætingar smiðanna

Jæja ég hélt að eftir skammir gærdagsins yrði nú allt betraAngry smiðirnir lofuðu að klikka ekki aftur en núna þegar kl er 9 þá er bara einn maður mættur en það er verkstjórinn, argg  það er merkilegt að menn geti ekki mætt þegar þeir eiga að mæta. Ég er ansi hræddur um að ég myndi hella mér yfir þá ef að þeir væru í fastri vinnu hjá mérAngry 


Iðnaðarmenn: Eru allir svona hummh

Ég er að velta fyrir mér hvort að þetta sé virkilega alltaf svona með iðnaðarmenn. Það komu 3 smiðir til mín í gær og taldi ég nú að ég væri dottinn í lukkupottinn öflugir kallar rifu og voru þræl duglegir á meðan þeir voru hér. Ennnnnnn  svo þegar klukkan var 3 var sagt við mig að þeir þyrftu að skreppa í smástund til að ná í efni (skrítið að þurfa að fara allir) nú  ekki komu þeir til baka í gær ég reyndi að hringja en náttúrulega var ekki svaraðFrown  Nú í morgun höfðu þeir samband og skrítið enn voru þeir að ná í efni Angry  núna eru þeir loksins komnir alveg miður sýn að ég skildi nú ekki ná í þá í gær Halo  eins og að maður trúi því, ég talaði við aðilann sem sér um verkið hann hringdi í þá alveg óður W00t  sagðist ekki líða svona menn eru í vinnu og eiga að vera í vinnunni he he ég var ekkert smá ánægður með hann því að þegar hann var búinn að skammast í þeim þá komu þeir og báðu afsökunar og lofuðu að svona gerðist ekki afturLoL  En núna varð ég smá vondur æddi upp því ég fann reykingalyktSick  ég hundskammaði einn aðilann sem var að reykja við opinn glugga sagði að ég vildi ekki að það væri reykt í mínu húsi, skil þetta ekki þarf maður að passa alltDevil  ég er ekki alveg að fíla það að þurfa að passa upp á þá svona. Jæja þá er ég búinn að rausa nóg í bili.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband