11.10.2008 | 10:37
Við urðum fyrir bíl
Já við hjónakornin fórum í göngutúr með hundana á fimmtudaginn
fórum okkar vanalega hring sem við teljum nú bara ansi öruggan, en það er nokkuð ljóst að slysin gera ekki boð á undan sér en þegar við vorum rétt komin heim þá lentum við fyrir bíl
við vorum að labba yfir Digranesveginn þar sem er bæði gangbraut og hraðahindrun. Við komum að götunni og var þá 1 bíll að koma akandi hann var við það að stoppa þannig að við löbbuðum af stað yfir götuna og næsta sem ég vissi af var að ég heyrði bremsuhljóð og síðan var ég kominn uppá húddið á bílnum síðan framrúðunni og þaðan hentist ég í götuna
Magga var við hliðina á mér og lenti mikið verr í þessu en hún fékk bílinn á hliðina á sér þaðan sem hún hentist afturábak og lenti afar illa á rassinn og bakinu
Biðin var skelfileg á meðan við biðum eftir sjúkrabílnum en við vorum svo heppin að það kom bæði læknir og aðili sem keyrir sjúkrabíl að slysinu sem veitti okkur aðstoð ( skal tekið fram að hundarnir sluppu alveg ) Þegar sjúkrabíllinn kom var Möggu komið fyrir á bretti með hálskraga og sett þannig að ekkert hreyfðist úr stað ef að um hryggbrot væri að ræða. Sem betur fer var ekki svo en hún fékk mjög slæm liðbandateygju eða hvað ég get sagt allavega teygðist það mikið á liðböndunum í vinstra hné að fóturinn skröltir í hnéskelinni
´svo er ekki vitað með spjaldhrygginn þar sem ekki var hægt að skoða hann að sinni, bakið á henni er líka í döðlum og allar hreyfingar eru afar hægar og kvalarfullar
Núna er bara að vona að hún nái sér sem fyrst en þetta lýtur allavega betur út en á horfðist í byrjun. Ég aftur á móti slapp vel er bara með mar, tábrotinn og rifbeinsbrotinn. Varðandi manneskjuna sem keyrði á okkur sagði hún að hún hafi haldið að hún hafi verið að stoppa skildi ekkert í því að hún hafi ekið á okkur
Allavega ganga hlutirnir hægar fyrir sig hjá okkur núna verðum bara að vona að Magga mín nái sér fljótt
Athugasemdir
Hræðilegt að verða fyrir svona.Það sannast að maður skyldi aldrei treysta á að maður sé seiv í umferðinni.
þú sem sagt ert ekkert illa farinn BARA KLLREMBA
Knús á ykkur og knúsaðu möggu frá mér.
Solla Guðjóns, 11.10.2008 kl. 11:47
Kæru vinir,
við vonum að þið náið ykkur fljótt og vel.
Bestu kveðjur úr Grafarvoginum
MogM (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:32
Bestu óskir um góðan bata :)
Björn Zoéga Björnsson, 12.10.2008 kl. 21:35
þetta er svakalegt. Farið vel með ykkur dúllurnar mínar. Batakveðjur. Kristín
Kristín Jóhannesdóttir, 13.10.2008 kl. 07:55
vonandi náið þið ykkur alveg
Ólafur fannberg, 14.10.2008 kl. 17:01
Hrikalegt að lenda í svona slysi! Vonandi nær elskan þín sér vel og fljótt. Hún talar um hvað þú sért húslegur og ljúfur. Góðan bata!
www.zordis.com, 15.10.2008 kl. 08:11
Æ hvað þetta er hræðilegt. Mér þykir leiðinlegt að heyra þetta. Vonandi nær hún sér fljótt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.10.2008 kl. 11:25
Já og vonandi nærð þú þér fljótt líka.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.10.2008 kl. 11:26
Gott að ekki fór verr.
Batakveðjur
Vatnsberi Margrét, 16.10.2008 kl. 09:23
Það var nú gott að ekki fór verr en þetta, úff
Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.10.2008 kl. 09:47
Æi!Dúllurnar mínar,þetta var leiðinlegt að skyldi gerast,mjög svo,vona að þið náið ykkur alveg sem fyrst.
Baráttu kveðjur elskurnar frá frænku í sveitini.
Frænka (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.