26.5.2008 | 11:29
Húsafell í frábæru veðri
Fórum eins og við var að búast með litla húsið okkar í eftirdragi í Húsafell, lögðum af stað upp úr kl 7 á föstudag og stefnan tekin í Borgarfjörð: Tókum stöðuna á vindi undir Hafnarfjalli þegar við komum upp úr göngunum, þar sem við viljum ekki taka neina sénsa með að lenda í veseni með þetta litla hús okkar
það var ótrúlegt hvernig veðrið var þarna það var nefnilega blankalogn þar til við vorum komin ca við flugvöllinn undir Hafnarfjalli þá var orðið ansi hvasst
það slapp samt til og litla hjartað mitt tók ekkert rosalega kippi en manni líður ekkert vel með þetta hangandi aftaní þegar blæs hressilega. Húsafell tók á móti okkur með lúðraþyt og smá blæstri
en við fundum okkur góðan stað sem var rétt við einn minnsta hund landsins
eða kannski var það stærsti hundur landsins
held það hreinlega, þetta vara ekki nema 8 mánaða Rottweiler grey en stærðin mar vá, hann var alveg ofsalega góður greyið
en litlu hetjurnar mínar létu hann leggjast fyrir sig, þær vildu ekkert vera að láta svona flikki ráða yfir sér, líktist einna helst Davíð og Golíat
get svarið það þetta líktist kálfi. Grillið var tekið fram og lambalæri sem ég var búinn að marinera fyrr í vikunni var skellt a logann en þetta var marinerað með appelsínum, hvítlauk og einhverju fleira, það var etið með bestu lyst rétt áður en við horfðum á söngvaborg e ég meina söngvakeppnina. Var rosa svekktur þegar Ísland
fékk stig
en ég hefði viljað sjá fýlupúkann Friðrik ómar verða rasskeldur almennilega
( verst er að honum þykir það ábyggilega gott )
Ekki það að hann sé lélegur söngvari heldur er hann bara svo mikill fýlupúki að það hefði verið gaman að sjá hann væla eins og í fyrra þegar hann komst ekki áfram þá varð hann svo hrikalega fúll að það var eiginlega ekki fyndið
En allavega þá var þessi helgi bara asskoti góð fengum frábært veður er reyndar soldið ´rauður núna lít út eins og rautt epli í framan
var víst eitthvað of lengi með andlitið í sólinni
og svo er maður farinn að skoða spánna fyrir næstu helgi vonar bara að það verði hægt að fara aftur eitthvað í þokkalegu veðri.
Athugasemdir
Ég segi nú næstum því pass.Ég fór í fýlufýlu yfir hvað vinsamlegheitin eru mikil í þessari keppni.Fríðrik og Regína stóðu sig frábærlega og ég var alveg næstum því viss að þau mundu vinna keppnina ......þangað til atkvæðin fóru að falla
Solla Guðjóns, 26.5.2008 kl. 11:35
Ég er sammála að þau stóðu sig vel, eru bæði góðir söngvarar en hann er bara svo mikill fýlupúki að það fer í taugarnar á mér
Kristberg Snjólfsson, 26.5.2008 kl. 11:52
En hvað er þetta hér að neðan
Vakta athugasemdir við þessa færslu .....svo fyrir framan það er gluggi sem á að haka í.....ég hef aldrei séð þetta fyrr.....ætla að kíkja á hinar síðurnar.
Solla Guðjóns, 26.5.2008 kl. 13:37
þETTA er kki svona á minni síðu
Solla Guðjóns, 26.5.2008 kl. 13:42
innlitskvittun
Ólafur fannberg, 27.5.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.