19.4.2008 | 20:33
Garðvinna
Garðurinn var tekinn með trompi í dag, lauf rakað og greinar klipptar og afgangurinn af áramótunum rakaður upp. Dagurinn í dag var sem sagt þrældómur út í gegn en það sem mér fannst merkilegt er að mér þótti þetta bara nokkuð gaman leiddist ekkert og hafði bara gaman að því að vinna í garðinum mínum, tók reyndar loforð af Möggu minni að vera ekkert að nefna það við neinn að ég hafi bara haft gaman að þessu, þannig að ég vona að þið verðið ekkert að blaðra um það heldur. Síðan var hjólhýsið tekið og fært til sett í innkeyrsluna þannig að það sé auðveldara að þrífa það eftir veturinn og skella bóni á græjuna, fer í það í fyrramálið. Við ákváðum að verðlauna okkur með góðum mat en ég grillaði humar í hvítlakssmjöri í forrétt og hafði lamba fille í aðalrétt namm klikkar ekki
Athugasemdir
ég skal skal ekki segja neitt elskan .. það er ekki leiðinlegt að vinna verkin saman finnst mér
Margrét M, 19.4.2008 kl. 22:57
Ég væri örugglega duglegri í garðinum ef ég fengi humar á eftir
Solla Guðjóns, 20.4.2008 kl. 01:48
Vá frændi bara duglegur Væri ekki hægt að panta þig hingað í Grindó þér er velkomið bíð uppá kaffi í staðinn kvitti kvitt bestasta besta frænkan Telma
Telma (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:13
Þetta geturu. Allt hægt með réttu hugarfari
Kristín Jóhannesdóttir, 22.4.2008 kl. 09:21
Ég þarf kannski að prufa svona góð verðlaun til að garðurinn verði klár fyrir sumarið ;)
Vatnsberi Margrét, 23.4.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.