9.4.2008 | 08:20
Þetta er hundfúlt
Ég verð nú að segja að ég er orðinn drulluleiður á þessu blessaða veðurfari hér á klakanum Það var að koma sumarfílingur í mann búinn að gera hjólhýsið klárt fyrir ferðir og kominn í gírinn að fara á stað með húsið út og suður, en nei nei maður var sleginn niður því að þegar ég skreið á fætur í morgun var allt á kafi í snjó Æ ég er orðinn hundleiður á þessu og vill bara fara að fá aðeins meiri hita og losna við þennan snjó í byli. En ég er búinn að ákveða að veðrið í sumar verður bara rosalega gott í staðinn fyrir þennan hundleiðinlega vetur, við eigum það alveg skilið er það ekki
Athugasemdir
það var að koma grillveður og svo kemur barasta snjór
Ólafur fannberg, 9.4.2008 kl. 08:32
Það er nú alltaf grillveðru ég læt veðrið ekki fá mig frá grillinu grilla allt árið
Kristberg Snjólfsson, 9.4.2008 kl. 08:40
Hvaða hvaða við búum á Íslandi. Fínt að hafa breytileikann. Þakkaðu bara fyrir að það snjói ekki í júlí hehe
Kristín Jóhannesdóttir, 9.4.2008 kl. 17:34
Dáldið leiðinlegt en ekkert til að vera fúll yfir....
Solla Guðjóns, 9.4.2008 kl. 22:39
Já Gunni og vældir eins og stungin grís er það ekki http://laxfoss.blog.is/blog/laxfoss/entry/500570/
Kristberg Snjólfsson, 11.4.2008 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.