30.3.2008 | 16:13
Bjarni Freyr með matarboð
Jæja þá kom að því að prinsinn hélt okkur veislu en eins og ég hef skrifað áður byrjaði Lilja Björt á að halda okkur veislu, svo koma Alma Glóð og núna Bjarni Freyr.
Hafa allar þessar veislur tekist með afbrygðum vel og við fengið að njóta frábærra veislu hjá börnunum
Núna var komið að því að við fengum í forrétt Parmaskinku með geitaosti og rucola sallati ásamt smá dassi af balcamik þetta var rosalega gott og allir himinlifandi með forréttinn.
Forrétturinn undirbúinn er ég ekki flottur.
Og þarna er forrétturinn að verða tilbúinn
Í aðalrétt var hann með grillaðar nautalundir með rucola sallati og ferskur parmesanosti yfir kjötið var kryddað með nautakjötskryddi Argentínu og grillað létt þannig að allir fengu steikina rear semsagt fullkomin steiking hjá pjakkinum
Lítur vel út er það ekki
Komið á grillið
Girnilegt er það ekki
Allir komnir með á diskana
Og að sjálfssögðu verður kokkurinn að fá bestu árgerð af Coca cola
Í eftirrétt var uppáhaldskaka allra sem tókst svo vel hjá Lilju Björt að Alma Glóð vildi hafa hana þegar hún hélt veislu og nú tók Bjarni líka uppá að hafa hana en breytti og hafði fersk jarðaber en ekki ís með, já þetta var sannarlega gott.
Súkkulaðið brætt
Namm gott
Við erum búin að ákveða að hafa svona aftur og eru krakkarnir farnir að pæla í hver verður fyrst í röðinni næst semsagt krökkunum finnst þetta rosalega gaman
Verð ég að segja að þetta hefur gert okkur hjónakornunum mikið líka að leyfa krökkunum að spreyta sig á eldamenskunni, hefur það þegar smitað út frá sér og voru stelpurnar t.d með mömmu sinni um páskana og voru þær kokkar í bústaðnum með ömmu sinni og afa þannig að þetta hefur bara jákvæð áhrif á krakkana.
Til hamingju með veislurnar elsku börnin mín þetta er búið að vera forréttindi að fá að vera í mat hjá ykkur og hlakka ég til að fá næstu veislu frá ykkur.
Fleiri myndir eru í myndaalbúmi undir Bjarni Freyr með mataboð. Svo má sjá hér og hér veislurnar hjá Lilju Björt og Ölmu Glóð
Athugasemdir
Það er ekki af börnunum ykkar skafið og ykkur hjónakornum.Þetta er til fyrirmyndar og frábært að þið skuluð gera þetta
En þú þarna veistu hvað ég er svöng.............Slef
Solla Guðjóns, 30.3.2008 kl. 17:51
Þið eruð frábær það vissi ég alveg. Og krakkarnir fá að njóta sín Til lukku með þau og ykkur.
Kristín Jóhannesdóttir, 30.3.2008 kl. 19:16
flott
Ólafur fannberg, 31.3.2008 kl. 09:30
Þið eruð til fyrirmyndar með þetta og krakkarnir taka sig vel út og maturinn girnilegur :)
Vatnsberi Margrét, 1.4.2008 kl. 11:44
Nei nei Gunni vildi bara sitja einn að þessum frábæru veitingum
Kristberg Snjólfsson, 1.4.2008 kl. 16:41
Jæja ég skal þá kvitta.... mmmm þú ættir nú að fá þessa kokka til að bjóða frænku sinni í mat en halda áfram að blogga hjehjé
Telma (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.