4.3.2008 | 23:05
Alma Glóð með matarboð
Jæja þá var komið að Ölmu Glóða að halda okkur veislu En Lilja Björt var með stórveislu fyrir mánuði síðan Sjá hér Og þessi veisla var sko ekki síðri og mikill metnaður lagður í að hafa allt sem best, verð að segja að manni hlakkar til að fá veislu líka frá Bjarna Frey en hann verður nú líka með veislu eftir mánuð og verður spennandi að sjá hvað hann kemur til með að bjóða okkur uppá.
Þarna er kokkurinn að byrja að
gera eftirréttinn, bræða súkkulaði
uppáhaldið hennar.
Svo er að hella súkkulaðinu út í
og þá er deigið að verða tilbúið
Í forrétt bauð hún uppá í Parmaskinku með geitaostasósu. Alveg hrikalega gott mæli sko alveg með þessum forrétti, og það sem er merkilegt við þetta er að allir krakkarnir hámuðu þetta í sig þannig að þetta passar líka fyrir börn. Þessi forréttur sló svo í gegn þegar Lilja Björt var með veisluna að Alma Glóð vildi hafa samskonar forrétt sem varð úr en settum öðruvísi geitaost í þessa sósu en hann var bragðbættur með hvítlauk. Klikkaði ekki heldur
Hvað er pabbi að skipta sér að
Sko glæsilegt hjá henni
Og auðvitað þurfti kokkurinn að fá Vatn ala gvendabrunnur árgerð 2008
Í aðalrétt var boðið upp á grillað nautaribay sem voru sérvaldar af kokkinum hjá gallerí kjöt en þar erum við orðin ansi þekkt þar sem krakkarnir vilja almennt fá að smakka kjötið áður en það er keypt og það klikkar ekki alltaf fá þau að smakka hrátt nautakjöt. Alma Glóð vildi hafa sneiðarnar í ákveðinni þykkt þannig að kjötið var skorið eftir hennar leiðbeiningum og voru sneiðarnar ansi flottar þykkar og góðar. Þetta fór síðan á grillið og grillaði stelpan þetta að mikilli lyst ( hefur fengið kennslu hjá miklum snillingi
Eins gott að krydda kjötið vel
Og maður verður að smakka hrátt
nautakjöt var reyndar búin að smakka í gallerí kjöt en langaði bara í meira
Namm girnilegt er það ekki
Lítur vel út namm og gott var það
Segir meira en mörg orð
Svo gott
Í eftirrétt bauð hún upp á Heita súkkulaðiköku með vanilluís, og var þessi eftirréttur einnig hjá Lilju Björt þannig að þetta er einnig alveg gríðarlega gott.
Og enn og aftur þetta er ákaflega gaman að gera sér í lagi þar sem krakkarnir gera alla hluti sjálf við erum bara rétt til staðar til að leiðbeina þeim en að öðru leyti höfum við leyft þeim að gera hlutina sjálf. Svo er nú ekki verra að fá að vera í boðinu
En allavega takk fyrir mig elsku stelpan mín
Athugasemdir
Ég dáist að stelpunum þínum og munnvatnið flæðir.Mér finnst gott að þið leifið þeim þetta því það gefur þeim svo mikla gleði og stollt.FRÁBÆRT
Solla Guðjóns, 5.3.2008 kl. 03:05
Dugnaðar stelpur :)
Get trúað að þetta hafi verið gott miðað við girnilegar myndir ;)
Vatnsberi Margrét, 5.3.2008 kl. 23:35
Þið eigið frábær börn. Það verður gaman að sjá myndir þegar Bjarni Freyr eldar. Maður bíður spenntur eftir því. Verði ykkur að góðu
Kristín Jóhannesdóttir, 6.3.2008 kl. 21:59
þetta var alveg gómsætt
Margrét M, 9.3.2008 kl. 10:23
Æðislegt! Mér finnst þetta líka mikið til fyrirmyndar hjá ykkur að leifa þeim að hafa hlutverk sem mér virðist þau einnig skila ákaflega vel af sér.
Ég er líka þvílíkt ánægð að heyra að þau smakki nautakjötið. Þau eru greinilega alvöru :)
Anna Sigga, 9.3.2008 kl. 13:36
fæ ég að ráða þær sem kokka?
Ólafur fannberg, 10.3.2008 kl. 14:26
Ekki málið en skilyrðið er að við hjónin verðum í mat þá
Kristberg Snjólfsson, 11.3.2008 kl. 07:43
góð hugmynd
Ólafur fannberg, 12.3.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.