Lilja Björt með matarboð

Lilja Björt bauð okkur í svaka veisluSmile Þessi elska vildi bjóða okkur í veislu en hún var búin að plana að hafa forrétt, aðalrétt og eftirrétt, vínið valdi hún líka þannig að hún sá um allt Smile Uppskriftirnar fékk hún í bókinni Ítalskir réttir Hagkaupa.IMG_6495

 

 

 

Þarna er prinsessan að skera kjötið

 

 

 

 

Í forrétt bauð hún uppá í Parmaskinku með geitaostasósu. Alveg hrikalega gott mæli sko alveg með þessum forrétti, og það sem er merkilegt við þetta er að allir krakkarnir hámuðu þetta í sig þannig að þetta passar líka fyrir börn.

Lilja

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er Lilja björt að berja kjötið í þunnar sneiðar.

IMG_6525

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vandað sig við að setja forréttinn á diskana. 

IMG_6527

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þetta er jafn gott og það lítur út fyrir.

 

IMG_6532

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lítur vel út og klikkaði sko ekki.

IMG_6540

 

 

 

 

 

Og hérna er hún að undirbúa aðalréttinn, og áhuginn skín af henni.

 

 

IMG_6548

 

 

 

 

 

Og að sjálfssögðu verður hún að fá að smakka Kristal árgerð 2007.

 

 

Í aðalrétt bauð hún uppá nautakjöt í  ( átti að vera kálfakjöt en það var ekki til þannig að nautafille varð fyrir valinu ) En í bókinni heitir þetta Kálfur Milanese með spaghettíi í tómatsósu. Einnig kom þetta skemmtilega á óvart þar sem maður hélt að þetta passaði ekki saman en heldur betur þetta var rosa fínt og ´hægt að mæla með líka.

IMG_6541

 

 

 

 

 

Og þarna er kokkurinn búin að setja á diskana.

 

 

 IMG_6551

 

 

 

 

Þetta er nú ekki slæmt hjá 9 ára dömu, bakaði köku og ís ásamt jarðaberjum

 

 

IMG_6559

 

 

 

 

 

Og þá er að smakka eftirréttinn og namm hann var sko rosalega ljúffengur.

 

 

Í eftirrétt bauð hún upp á Heita súkkulaðiköku með vanilluís, og namm þetta er sko eftirréttur sem segir sex var hreint út sagt alveg æðislegur. 

Það var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu með henni hún var svo yndislega áhugasöm gerði allt sjálf skar kjötið raðaði á diska steikti reif kryddaði og bara allan pakkann við Magga vorum bara til smá aðstoðar en að öðru leiti sá hún um þetta reyndar að þeim tímapunkti að það þyrfti að ganga frá en þá var nú svona nóg komiðLoL Þetta var frábært kvöld og svo sannarlega þess virði að leyfa barninu að bjóða okkur upp á mat, mæli hiklaust með að þið leyfið krökkunum að gera þetta þetta gerir helling fyrir mann sem foreldri bara að sjá hvaða hugmyndir börnin fá og svoleiðis. Núna er búið að ákveða að  Alma Glóð ætlar að vera næst með matarboð og síðan Bjarni Freyr þannig að krakkarnir eru ansi hrifin að þessu og ekki leiðist okkur Möggu þetta þar sem við erum jú þau sem fáum að vera í matarboðinuTounge 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

trúið mér maturinn var frábær sko

Margrét M, 5.2.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Lauja

Þetta lítur ótrúlega vel út - ekkert smá myndarleg........

Lauja, 5.2.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Vááá þú átt sko myndarleg börn, þau hljóta að hafa þetta frá Möggu  Til lukku með dömuna, hlakka til að fylgjast með hvað hinir krakkarnir koma með  

Kristín Jóhannesdóttir, 6.2.2008 kl. 08:31

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Dugnaðar dama sem þú átt og já væri alveg til í svona veislu :)

Vatnsberi Margrét, 6.2.2008 kl. 17:00

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Frábært hjá stelpunni.......ég þekki þetta af eigin reynslu varðandi mín börn  og finnst alveg að foreldrar ættu að leifa börnunum að gera meira í eldhúsinu en að setja diskana í vaskinn....

Frábært hjá þessari dugnaðar stelpu.

Solla Guðjóns, 6.2.2008 kl. 23:15

6 Smámynd: Anna Sigga

Vá frábært! Þetta lítur svo vel út bæði á texta og myndum, ekkert smá dugleg stelpan. Vantar hana ekki að komast í sveit  væri alveg til í svona eldhússnilling þó mér þykir það síst leiðinlegasti staðurinn á heimilinu.

Mátt skila því til hennar að þetta er þvílíkt girnó

Anna Sigga, 6.2.2008 kl. 23:38

7 identicon

Rosalega lítur þetta vel út! Frábært hjá henni :) Það er líka ekkert verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur - ég er fyrir löngu búin að gefast upp á þessum Hagkaups-uppskriftarbókum - alltof flókið og tímafrekt.

Nú tel ég bara dagana þar til mín börn geta farið að elda fyrir mig!

Kveðja úr vorinu hér í Danmörku,
Þórunn

Þórunn í DK (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 09:01

8 Smámynd: Ólafur fannberg

flott hjá dömunni

Ólafur fannberg, 8.2.2008 kl. 10:20

9 identicon

Váááá!!!!! Ekkert smá flott hjá dömunni! Held ég verði að fara að kenna syninum að elda........

Ella (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband