18.12.2007 | 09:48
Bomba mótmælir
Það er nokkuð ljóst að besti vinur mannsins er ekkert að skafa utan af því ef honum finnst á sér troðið. En í gær var Bomba skilin ein eftir heima frá kl 9-4 en þegar ég kom heim tók hún að sjálfssögðu vel á móti mér og allt leit vel út hún fékk verðlaun fyrir að vera svona góð ekkert búin að gera stykkin sýn inni eða neitt
fékk hún að sjálfssögðu mikið hól fyrir, nú út setti ég hana þannig að hún gæti nú svarað kalli náttúrunnar en ekki vildi hún nú vera mjög lengi úti þar sem veðrið var hundleiðinlegt og hundi ekki út sigandi. Inn var hún tekin og farið að leika í smá stund, hún fór að skoða sig um í húsinu og allt var í fína.
Síðan kemur Magga heim, við förum upp böðum bombu og erum svo að fara niður og þá heyri ég það Magga rekur upp skaðræðisóp segir mér að koma strax sem ég að sjálfssögðu gerði eins og vel tömdum rakka sæmir
, stendur Magga við´nýja fína rúmið okkar með nýju sængunum og með nýja rúmteppinu, það er byrjað að leka þakið segir hún, eða" getur verið og horfum við bæði á Bombu sem var sakleysið uppmálað horfði bara undan og þóttist ekkert vita, Bomba hafði semsagt farið á eina staðinn í húsinu sem hún má ekki fara á en það eru rúmin hún hefur aldrei fengið að fara upp í þau og meig hún þar og það ekkert lítið semsagt allt rennandi blautt í gegn rúmteppi, sæng, yfirdýna og smá niður í tempurdínuna. Hún var bara að láta mig vita að svona skildi ég ekki gera aftur
að skilja hana svona lengi eftir heima jafngyldir því að hún geri þarfir sýnar í rúmið okkar. Verð ég nú að segja að ég hló nú að þessu þar sem mér þótti þetta snyldarmótmæli hjá henni þó að við höfum þurft að vera í allt gærkvöld að þrífa og þurrka. Svo verður spurning hvernig hún tekur á þessu en í dag verður hún skilin eftir jafn lengi og fæ ég ábyggilega einhver mótmæli við því. En dýrin eru nú einu sinni skinsamari en við höldum það er nokkuð ljóst.
Athugasemdir
hún hefði nú getað pissað á gólfið og lagt sig svo í rúmið ef hún hefði vilja koma einhverju á framfæri .. þetta var ekkert skemmtilegt en ég verð að viðurkenna að þetta var greinilega út hugsað hjá henni
Margrét M, 18.12.2007 kl. 10:00
Þau eru skondin þegar eitthvað á að komast til skila
Spurning með að takmarka svæðið sem hún hefur eða nota búr.
Vatnsberi Margrét, 19.12.2007 kl. 11:45
það er nú ekki hægt að hafa hana í fangelski þegar við erum heima
Margrét M, 19.12.2007 kl. 12:01
Hún var bara inni í eldhúsi á meðan ég var í vinnunni en gerði þetta eftir að við komum heim, þá laumaði hún sér upp og svo veistu restina
Kristberg Snjólfsson, 19.12.2007 kl. 12:03
ÆÆÆ en svona getur gerst. Vonandi sváfuð þið jafn vel þrátt fyrir allt
Kristín Jóhannesdóttir, 19.12.2007 kl. 14:32
Þetta er snilld hjá henni
Næst fær hún sér bita úr nýju dýnunum
Ingvar, 20.12.2007 kl. 21:41
snillingur hún bomba hehehehe
Ólafur fannberg, 20.12.2007 kl. 22:24
OBBOBOBB......
Mínar bestu óskir um árs og friðar.
Solla Guðjóns, 21.12.2007 kl. 04:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.