3.12.2007 | 10:46
Ungfrú heimur og Magga
Við hjónin vorum að horfa á ymban um helgina og ég rambaði inn á´beina útsendingu frá ungfrú heimur
dætur mínar voru að hörfa líka og ´fengum við ansi margar spurningar Lilja Björt tilkynti að hún væri fegurðardrottning
og er ég henni sko algjörlega sammála, en hún er nú líka svo einlæg þessi elska horfði á Möggu og spurði Magga af hverju tekur þú ekki þátt í þessari keppni
Magga roðnaði vissi ekkert hvað hún ætti að segja en sagði lokks sko ég er orðin allt of gömul
en Lilja Björt var ekkert að kaupa þetta og sagði en þú ert svo ungleg lítur bara jafn vel út og þessar tvítugu stelpur sem eru þarna
Og verð ég bara að segja að ég er sko alveg sammála Lilju Björt, Magga var ekkert smá ánægð með þessa yfirlýsingu frá barninu og gekk um á bleiku skýi alla helgina söng lagið ég er fegurðardrottning og græt af gleði með reglulegu millibili þess á milli var hún í speglinum veit ekki alveg hvað var að gerast en hún hefur ekki verið svona mikið fyrir framan spegil síðan við kynntumst
Verð líklega að fylgjast með hverjar verða þátttakendur í næstu keppni
Athugasemdir
roðn roðn ... ehm .. þetta er kannski ekki beint svona eitthvað sem að ég hefði skrifað um .. en ég er vissulega uppi með mér að barnið hefur stórt og gott álit á mér
Margrét M, 3.12.2007 kl. 10:49
En þú ert mjög falleg það er alveg satt börnin segja alltaf það sem þeim finnst það er nefnilega svo frábært.
Kristín Jóhannesdóttir, 3.12.2007 kl. 11:34
Auðvitað tekur Magga þátt í næstu keppni....kominn tími á að fallegar konur taki þátt....."of gömul"??? bull!!!.....er þetta ekki keppni um fergurðardrottningu? Síðan hvenær eru allar drottningar yngri en tvítugar?? Voru minnir mig kallaðar prinsessur í mínu ungdæmi......verða ekki drottningar fyrr en þær hafa þroska til......Jú Magga fær mitt atkvæði í næstu keppni....
kv. Ella
Ella (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 14:59
ég gæti allavega tekið þá í keppninni um hver ætti flottasta magaslitið
Margrét M, 3.12.2007 kl. 15:24
Ja ég verð nú bara að segja það Magga mín að ef að þessar stúlkur eru með minna magaslit en þú mættu þær vel við una.
Kristberg Snjólfsson, 3.12.2007 kl. 15:27
Kiddi átin mín ég ætla að panta tíma fyrir þig hjá augnlækni .... nei annars hætt við ,, þa er bara fínt að þér finnist þetta ..
Margrét M, 3.12.2007 kl. 15:30
þetta átti að vera ástin mín
Margrét M, 3.12.2007 kl. 15:44
Sendum möggu næst og vinnum
Ólafur fannberg, 3.12.2007 kl. 16:17
Magga er myndarleg kona og þú mátt vera stoltur af henni.
Solla Guðjóns, 4.12.2007 kl. 11:07
Já ég er sko sannarlega stoltur af þessari elsku
Kristberg Snjólfsson, 4.12.2007 kl. 11:26
Falleg og yndisleg kona sem þú átt :)
Vatnsberi Margrét, 5.12.2007 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.