20.11.2007 | 08:15
Getur maður verið í verra formi ?
Þó að ég sé í betra líkamlegu ástandi núna en ég hef verið síðustu tuttugu árin þá er maður nú bara algjör aumingi en um helgina fór ég að setja upp jólaljós á húsið og jú ég þurfti að príla upp í stiga fara 100 ferðir upp og niður á meðan ég var að hengja ljósin upp, nú þetta eru kannski einhverjir 5 metrar þannig að ekki er verið að tala um verulegt príl, en ég er þannig núna að ég á bara erfitt með gang er eins og að ég sé búinn að vera í þrælabúðum þar sem ég hef verið píndur áfram af miklu harðræði ( hvað gerðirðu mér Magga mín ) harðsperrurnar í fótunum á mér eru slíkar að ég bara á erfitt með að labba upp stigann hérna heima. Held að þetta sýni að maður verður líka að taka aðeins á hreyfingu. En ég tek það fram að þó ég hafi hengt upp jólaljósin þá er ekki búið að kveikja á þeim en mér finnst að það sé nóg að kveikja um mánaðarmótin, en mikið asskoti er gott að eiga ekki eftir að setja þau upp get svo látið mér kvíða fyrir að taka þau niður á nýju ári Nei nei þetta er nú ekkert rosalegt tók heila tvo tíma að setja upp þannig að það er ekki eins og að maður hafi verið lengi að þessu. Jæja nóg bull í byli
Athugasemdir
ég get nú nuddað þig í staðin .. en hey þú fékkst bananatertu svo að ég bíð þér þá bara í gönguferð HA
Margrét M, 20.11.2007 kl. 08:39
Krútta-krútt þetta er allt bananatertunni að kenna......hitt var ekkert mál með andlegan stuðning Möggu
Solla Guðjóns, 20.11.2007 kl. 15:51
Ææææ....grei kallinn...segðu mér ert þú ekki að nálgast fimmtugt...
Ella (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 18:43
láttu frúna stjana við þig með nuddi og..... þá lagast þetta.....
Ólafur fannberg, 20.11.2007 kl. 19:01
Frúin hugsar vel um þig og spurning hvað hún vill stja meira upp ef á að bæta þolið er það fyrir næstu törn af ljósum
Vatnsberi Margrét, 21.11.2007 kl. 11:02
Þetta er fínt, nú getur þú drifið þig hingað og hent þessu upp fyrir mig fyrst þú ert kominn í "æfingu"
Ingvar, 21.11.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.