13.11.2007 | 15:33
Stelpurnar á stöð 2
Ég er að velta fyrir mér þáttunum um Stelpurnar sem eru á stöð 2. Er ekki rétt að hafa þessa þætti á öðrum tíma heldur en nú er gert ? Ég á börn á þeim aldri að auðvitað vilja þau horfa á þá þætti sem mest er talað um, en mér er nú ekki alveg sama orðið, þessir þættir eru að mörgu leiti fyndnir og margir góðir brandarar sem koma þarna fyrir, en þegar þættirnir eru farnir að snúast meir og meir upp í öfugsnúið kynlíf ranghugmyndir og klám þá er mér já meira að segja mér að verða nóg boðið, og það hélt ég að myndi ekki gerst fyrir mig. Það ætti í fyrsta lagi að vara við atriðum í þáttunum og setja aðvörun fyrir foreldra, einnig fyndist mér að færa ætti þáttinn seinna á kvöldið þannig að börn sem ekki hafa aldur til að horfa á þessa þætti ættu þá frekar að vera komin inn til sýn. Hjá mér erum við ákveðin að horfa ekki á þessa þætti þegar börnin eru með okkur finnst það bara ekki rétt, veit ekki en hvað finnst ykkur ??
Athugasemdir
Algjörlega sammála, síðasti þáttur var fyrir neðan allar hellur. Ég kannaði í blöðunum hvort hann hefði verið "rated" en hann er skráður sem leyfirlegur til´sýninga fyrir alla aldurshópa.
Held að stöð2 þurfi nú að fara að passa eins meira upp á þetta.
H
Haraldur (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:47
Hef ekki séð þættina en miðað við lýsinguna er ég sammála þér. Hér á bæ er bann að minni hálfu fyrirsætuleytin amríska þar sem mér finnst það ekki góður boðskapur fyrir unglinga. Finnst að sjónvarpstöðvarnar ættu að endurskoða þáttaval á þeim tíma sem börn eru við tækin að öllu jöfnu.
Vatnsberi Margrét, 14.11.2007 kl. 10:09
amm þetta er með ólíkindum að sína þetta án viðvorunar
Margrét M, 14.11.2007 kl. 10:52
common ..við erum að tala um ung börn .. mín börn eru 9-12 ára ...allavega þá roðna börnin þau og vita ekkert hvernig þau eiga að vera þegar viss atriði eru sýnd .. þakka mínu sæla fyrir að þau sáu ekki þegar karlarnir áttu að vera í samförum í síðasta þætti
Margrét M, 16.11.2007 kl. 14:25
Þekki ekki þessa þætti .... finst kommentið hjá Birni Péturs ábyrgðarlaust. Að sjálfsögðu á að forða börnum við óþægilegum uppákomum í samdauna samfélagi!
Ábyrgt foreldri ber hag barna sinna í brjósti!
www.zordis.com, 17.11.2007 kl. 09:59
Nægur er nú subbuskapur þó að þurfi ekki að vera að sína leikið efni þess eðlis...
Algerlega er ég sammála.Það á að vera rautt meki á þessum þáttum og sýningartími eftir miðnætti.
Solla Guðjóns, 17.11.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.