7.11.2007 | 09:07
Hef aldrei fundið verri fýlu
Fór í gær að skoða húsnæði í Þorlákshöfn og vá hvað það var vond lykt ég hef aldrei fundið verri fýlu á ævinni Verð eiginlega að segja það að fólk skuli bara yfir höfuð lifa það af að vinna á vinnustað þar sem fýlan er svona svakaleg segir manni bara það að mannskepnan getur aðlagast öllu.
Ég semsagt fór að skoða skreiðarverkunarfyrirtæki hjá eðal kalli var að sýna áhugasömum kaupanda húsnæðið og reksturinn, þetta eiginlega byrjaði þegar maður kom út úr bílnum þá kom æðandi á móti manni þessi líka svakalega fíla þarna á þessum tímapunkti var ég alvarlega að spá í að segjast aðeins þurfa að skreppa frá en hafði mig nú frekar í að fara inn og vá þar var fýlan enn verri en samt ekki orðin eins vond og hún varð þegar við fórum innar í húsnæðið, held að það hafi nú verið tekið eftir því að ég var orðinn ansi grænn í framan og gat ekki beðið eftir að komast út, en aðilinn sem var að spá er nú þekktur fyrir að vera duglegur að mala og hann varð að reyta nokkra brandara af sér áður en að við myndum fara þannig að ég varð að lífa með þetta. Svo þegar við lokks fórum þá var ég feginn að hafa ekki farið á bílnum mínum við fórum á nýlegum Porche jeppa en núna er hann ónýtur já ég segi ónýtur er viss um að lyktin er enn í bílnummanni fannst maður vera enn inni í verksmiðjunni alla leiðina í bæinn. Þegar ég kom heim háttaði ég mig inni í þvottahúsi fór úr öllu og beina leið í sturtu fötin fóru beint inn í þvottavél og sett í gang, En það var ein sem var ánægð með lyktina það var Bomba hún gekk á eftir mér og vildi ólm sleikja fæturna á mér fannst þetta greinilega æðisleg lykt.
Held að það ætti að veita þessu fólki sem vinnur við svona aðstæður sérstaka orðu fyrir hugrekki eða kannski ætti maður að láta tékka hvort það sé ekki í lagi með lyktarskinið hjá þeim.
Nú svo verður bara að koma í ljós hvort hann vilji kaupa en það er allavega pottþétt að þarna inn fer ég ekki aftur allavega ekki án þess að vera með til þess gerðan hlífðar og súrefnisbúnað.
Athugasemdir
ó -- ég hélt að þú værir í fílu þegar þú komst heim -- he he
Margrét M, 7.11.2007 kl. 09:18
Hahhahahhah ó je liktin hér í Þorlákshöfn er alveg EÐAL við hvað hún hefur verið mörg undan farin ár elskan...
En jú hún er vond en í gær var sko engin liktbara smá.....
Þetta er hvimleiður andskoti....
Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 10:45
Hva smá fiskilykt, hélt að þú værir öllu vanur hehe
Kristín Jóhannesdóttir, 7.11.2007 kl. 13:40
það er ekki að því að spyrja þegar þið borgarbörnin dragið nefið út úr pústurrörinu á strætó og stigið út úr malbiksrykinu.
En ég er nokkuð viss um að þér hefur batnað flensan við þetta
Ingvar, 7.11.2007 kl. 14:31
Maður fer aldrei inn á svona stað nema komast strax í sturtu og ný föt En hugsaðu þér í mörgum fyrirtækjum er hún verri ;)
Vatnsberi Margrét, 7.11.2007 kl. 14:49
Já hlæið bara "" þetta var sko ekkert fyndið ha þetta var VOND LYKT
Kristberg Snjólfsson, 7.11.2007 kl. 15:03
Þú ert nú eins og þeir sem halda að peningarnir verði til í bönkunum. Þetta er kallað peningalykt því svona eru peningarnir búnir til Kiddi minn
Björn Zoéga Björnsson, 7.11.2007 kl. 15:26
Ef peningar eru búnir til svona vill ég ekki peninga
Kristberg Snjólfsson, 7.11.2007 kl. 15:42
Þá máttu senda mér þessa aura sem þú geymir undir koddanum.
Ingvar, 7.11.2007 kl. 19:26
Hohó
Solla Guðjóns, 8.11.2007 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.