6.11.2007 | 10:03
Flensuskítur greyið ég
Æi ég á svo svakalega bágt
er kominn með flensuskít, sko alveg pottþétt versta flensuskít sem hefur komið hingað sko
allavega er ég þannig að himin og jörð eru að hringja yfir mig áður en ég hef mig í að fara framúr rúminu, en svo er svo skrítið ég eiginlega skil ekkert í því að þegar ég er kominn framúr þá er þetta sko ekkert svo jú alveg rosaslæmt
æi svona vorkennið mér nú soltið ég á það alveg skilið er ábyggilega með 1 kommu í hita þyrfti náttúrulega að sleppa vinnunni en ég er soddanns harðjaxl að ég læt mig hafa það að fara að vinna
sko pottþétt að þið myndu' ekki gera það ha
En núna verð ég fárlasinn maðurinn að fara að vinna, ef ég skildi gefa upp öndina sökum veikindanna þá bið ég bara að heilsa ykkur öllum
og ef að Magga segir að ég sé ekkert veikur þá bara hlustið ekkert á hana
Athugasemdir
já elsku maðurinn minn,,, mikið áttu bágt
Margrét M, 6.11.2007 kl. 10:06
Isssss....þetta er ekki neitt! Alveg örugglega bara leti á háu stigi.....
En ég veit svo sem að ein komma í "hita" er alveg gríðarlegt.......
Nei annars, hættu bara þessu væli og komdu þér á lappir...........
Ella (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:55
Æi..Kallgreyjið Þetta er alveg skelfilegt að heyra !!!!!!!!!! Við skulum vona að Magga sjái aumur á þér og verði tilbúin með heitt kako, þykkan trefil og teppi handa þér þegar þú staulast heim aftur, enda væntanlega alveg búinn á sál og líkama eftir þessa ofurmannlegu þrekraun að fara í vinnuna svona illa á þig kominn En þetta er annars stóralvarlegt mál !!!! Það er sagt að í Bandaríkjunum einum deyji uþb. 300 manns á viku úr svona flensu. (já nákvæmlega þessari)
ps. Varstu annars ekki örugglega búinn að setja nafnið mitt í erfðaskránna ???
Ingvar, 6.11.2007 kl. 12:39
Loksins fæ ég almennilegt hugg takk Ingvar minn, jú nafnið þitt er komið inn núna en það versta er að skuldirnar eru svo miklar að þú verður væntanlega bara að borga með arfinum
Kristberg Snjólfsson, 6.11.2007 kl. 12:51
hva bara smá flensa og.....
Ólafur fannberg, 6.11.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.