3.11.2007 | 13:27
Fáfnir / Vítisenglar
Ég er að velta fyrir mér þessum látum í kring um komu þessara einstaklinga sem allt virðist snúa um núna.
Hvernig er það með mannréttindi þessara manna er rétt af okkur að brjóta á mannréttindum þeirra ?
Þessir aðilar sem komu í gær voru að því er mér skilst ekki eftirlýstir eða einhverri stórglæpamenn voru ekki á sakaskrá fyrir neitt sem myndi teljast alvarleg brot. Ég er ekki með þessu að segja að allir vítisenglar eigi að fá inngöngu í landið heldur verðum við að meta hvern fyrir sig, að þeir hafi ekki einu sinni fengið að tala við lögmann sinn er náttúrulega fyrir neðan allar hellur, þó svo að þessi samtök séu litin hornaugum og þar inn á milli séu aðilar sem við viljum helst ekki fá verðum við samt að passa okkur á að brjóta ekki á mannréttindum þessara aðila við erum þar með ekkert skárri en þeir sem brjóta lögin nema að það eru aðilarnir sem eiga að framfylgja lögunum sem brjóta þau.
Þessi yfirgengilega gæsla og kostnaður sem hefur verið í kring um komu þessara aðila er farin fram úr öllu, það liggur við að maður voni að þeir haldi bara áfram að senda menn úr klúbbnum hingað til að halda víkingasveitinni og öllum þessum lögreglumönnum sem voru kallaðir út við verkið, það yrði til þess að löggæslan í landinu færi fram á keflavíkurflugvelli og aðrir staðir gleymast.
Hvað ætli kostnaðurinn við þetta sé orðinn mikill ? Getum við réttlætt svona yfirgang löggæslunnar ? Ætlum við endalaust að samþykkja svona landamæraeftirlit þar sem brotið er á einstaklingum hvað eftir annað.
Ég fyrir mitt leyti er algjörlega á móti svona vinnubrögðum og að henda fjármunum mínum í svona vitleysu er ég ekki sáttur við, mér fyndist miklu frekar að það ætti að nota féð sem hefur kostað að halda uppi þessu rugleftirliti til að styðja við bakið á þeim sem minna mega sýn í lífinu held að það væri mun gáfulegra heldur en að henda peningunum út um gluggann á þennan hátt.
Athugasemdir
Ég fyrir mitt leiti er alvegmeð svona aðgerðum.Ég held að það hljóti eitthvað að liggja að baki........einhver rökstuddur grunur.........
Solla Guðjóns, 4.11.2007 kl. 01:09
Það að útiloka að fólk kemst inn í landið án þess að það hafi gert neitt af sér´er ekki rétt leið, mér finnst allavega að ef að fólk kemur hingað á ekki að vera hægt að banna þeim að koma nema að undangengnum dómsúrskurði, það er enginn sekur fyrr en sekt er sönnuð, ég er alls ekki að mæla með þessum samtökum en þeir eiga alveg sama rétt og við hin þó þeir séu meðlimir í klúbb sem þekktur er fyrir ólöglega starfssemi og glæpi.
Kristberg Snjólfsson, 4.11.2007 kl. 11:58
Staðreyndin er nú engu að síður sú að flestir ef ekki allir þessara einstaklinga sem þarna um ræðir eru með sakaskrá upp á nokkrar blaðsíður og svífast enskis til að ná fram sínum markmiðum, sem ma. eru þau að ná fótfestu í undirheimunum hér á landi. Fáfnismenn hafa frá upphafi stefnt að því markmiði að verða aðili að Hells Angels og það er vitað mál að forsprakkar Fáfnis eru nú ekki beint neinar "skátastelpur" og hafa frá upphafi verið til vandræða hvar sem þeir hafa stigið niður fæti.
Við höfum meira en nóg af þessum skríl hérna fyrir, og kostnaðurinn og fyrirhöfnin við að fleygja þessum haugum úr landi jafnóðum, er bara brot af þeim pakka sem mundi fylgja þeim ef þessi samtök næðu að fóta sig hér. (Skemmst að mynnast nokkurra skot, og jafnvel eldflaugaárása á milli klúbbhúsa HE. og Bandítos í Danmörku á undanförnum árum)
Réttast hefði verið að pakka Fáfnisskrílnum ofan í töskurnar hjá þeim og senda þá með þeim út í eitt skipti fyrir öll.
Ingvar, 4.11.2007 kl. 12:24
Ingvar þú mátt ekki misskilja að það er þannig að allir hafa rétt á sanngjarnri meðferð sama hver á í hlut. Það að þeir séu búnir að reyna að verða hluti af vítisenglunum breytir engu þó þessir aðilar koma hér inn í partí, þeir koma hvort eð er á anna máta og ef að vilji er til ég held að það er sama hvað við berjumst á móti og hendum peningnum út um gluggann með því að reyna að halda svona landamæraeftirlit þá virkar það ekki hvað er búið að gerast með austantjaldsbúana eru þeir eitthvað skárri þar er vitað að eru stór glæpasamtök sem svífast einskis á að banna öllum litháum og pólverjum að koma til landsins af því að einhverjir aðilar eru glæpamenn, mér finnst við ekki mega vera of mikið lögregluríki þessir aðilar ná fótfestu hér ef þeir hafa áhuga alveg sama hvort þeim sé hent úr landi eða ekki
Kristberg Snjólfsson, 4.11.2007 kl. 12:43
Krútti ég get ekki séð að þeir hafi fengið einhverja ósanngjarna meðferð.Að kerfið virki ekki er svo kannski annað mál en af fréttum að dæma þá voru þetta nú engir hvítþvegnir englar.Ekki finnst mér að hægt sé að líkja þessu við heilu löndin.En ef enginn er athugaður sem grunur leikur á að sé með eitthvað óhreint í pokahorninu ÞÁ ER ÞAÐ BEIN LEIÐ TIL AÐ HVER SEM ER NÁI FÓTFESTU HÉR Á KLAKANUM.
Mér finnst öll löggæsla góð....og auðvitað kostar hún og ætti að setja meiri peninga í hana
Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 08:42
Ef að þessir aðilar ætla sér að ná fótfestu hér þá er það ekkert mál fyrir þá, þeir eru þegar komnir inn í Fáfni og hafa greiða leið, auðvitað á að fylgjast með landamærunum og stoppa þá sem eru að gera eitthvað óllöglegt það er ekki spurning. En hvort þetta séu slórglæpamenn veit maður ekki fréttaflutningur er oft ansi brenglaður og það hefur þekst og það vita það allir sem vilja vita að það er máluð svartasta mynd í fölmiðla til að við horfum fram hjá því að ekki er farið rétt að. Eina sem ég vill með þessari færslu er að við græðum ekki á að brjóta lög þó svo aðrir geri það sýnum frekar löghlýðni og förum eftir lögum en það var ekki gert með þessa menn hvort heldur að þeir hafi átt skilið að koma inn í landið eða ekki
Kristberg Snjólfsson, 5.11.2007 kl. 09:58
Bíddu er ég að misskilja eitthvað eða hef ég ekki séð fyrstu fréttirnar.......Var þeim meinað að koma inn í landið....ef svo er þá er ég að skilja hvað þú ert að fara.........mér fannst af þeim fréttum sem ég sá að hefði verið gerð ýtarleg leit áður en þeir fengu að koma inn í landið og sá ég svo sem ekkert að því..........
Ok... kynnti mér ekki málið áður en ég fór að tala........
Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 17:52
Jamm þeim var meinað að koma inn í landið án þess að hafa brotið af sér, það sem mér finnst rangt er að löggjafinn fer ekki sjálfur að lögum. Það má svo pæla í hvort þessir aðilar séu velkomnir til landsins en þá verða líka að vera til lög sem dregur menn og konur í dilka eftir því í hvað samtök þau eru skráð
Kristberg Snjólfsson, 5.11.2007 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.