28.10.2007 | 16:13
Sukk og aftur sukk
Jæja sukkið er búið að heltaka mig
það eiginlega byrjaði í gær þegar við buðum Ingvari, Margréti og börnum ja eiginlega ekki börn ennþá, en við grilluðum nautalundir og góðgæti rauðvínið var að sjálfssögðu teigað með enda alveg ómissandi með svona steik. Nú eftir að maður hafði borðað yfir sig þá var rúmið kærkomin staður og ekki farið þaðan fram úr fyrr en að langt var liðið á daginn en þá var mín búin að búa til pitsasnúða og skinkuhorn, maður varð svo að passa pláss vegna þess að mín stefndi á að hafa franska súkkulaðiköku með rjóma og einhverri geggjaðri sósu ( hindberjasósa að hætti Möggu) að sjálfssögðu varð ég að taka vel til matar míns þar sem maður lætur ekki svona góðgæti sleppa fram hjá sér. Rétt þegar maður var búinn að slafra þessum frábæru kökum með miklum rjóma að þá fer konan að spyrja hvað við eigum að hafa í kvöldmat púff eiginlega sé ekki fyrir mér að ég geti borðað steik líka í kvöl, humm og þó býr maður ekki bara til smá pláss fyrir steikina
. Semsagt þessi helgi er búin að vera sukkhelgi og verður greinilega ekki hætt í sukkinu alveg strax eins gott að batteríið er búið í vigtinni best að skipta ekki um á næstunni
Athugasemdir
Þetta var aldeilis frábær kvöldstund, Við verðum að endurtaka þetta fljótlega.
Kærar þakkir fyrir kvöldið og matinn......
Ingvar, 28.10.2007 kl. 17:17
Þetta er aldeilis sældar líf hjá ykkur hjúunum...Ekki verra að eiga svona duglega og klára konu..hummm
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:15
Þetta er nú meyra sukklífernið á þér kapppi.
Kveðja:
Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 22:33
Kiddi minn þú getur líklega andað rólega, eftir að hafa slafrað í þig hollu og góðu kjúklingasalati í kvöldmatinn .. allavega er ég ekki með samviskubit eftir krásirnar
Margrét M, 29.10.2007 kl. 08:44
hjúkk
Kristberg Snjólfsson, 29.10.2007 kl. 09:44
svona á þetta að vera
Ólafur fannberg, 29.10.2007 kl. 16:01
Takk fyrir yndislega kvöldstund og frábæran mat :)
Vatnsberi Margrét, 29.10.2007 kl. 16:13
Þú verður að passa þig mar. Það gæti verið rukkað eftir vigt í Norrænu sko.
MogM (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 16:23
OHHHH maður fær vatn í munnin...frönsk súkkulaðiterta i love it
Solla Guðjóns, 30.10.2007 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.