23.10.2007 | 11:09
Austur India félagið
Konan bauð mér út að borða í gær í tilefni þess að það eru 3 ár síðan við byrjuðum að búa saman
Skrítið að hún skuli vera búin að þola mig allan þennan tíma
Við fórum við á Austur India Félagið og verð ég bara að segja það að þetta er frábær veitingastaður
maturinn eðal, þjónustan góð og verðið við allra hæfi. Held að ég myndi setja þennan stað í topp 5 af veitingastöðunum hér á landi. Semsagt allir út að borða á Austur India Félagið. Hérna er heimasíðan hjá þeim með matseðli http://www.austurindia.is/heim.html
Athugasemdir
Um Magga sæta.Þarna þarf ég að kíkja.
Solla Guðjóns, 23.10.2007 kl. 13:58
Já Guðmundur rétt er að spá í að fara bara með hana til London að borða væri það ekki bara góð hugmynd.
Magga er bestust
Kristberg Snjólfsson, 23.10.2007 kl. 14:08
Til hamingju með búskapsárin 3. Skrítið að hún skuli hafa þolað þig allan þennan tíma ehehehe. Verði ykkur að góðu þetta er frábær veitingastaður, ég hef nefnilega prófað hann
Kristín Jóhannesdóttir, 23.10.2007 kl. 16:01
Takk fyrir góðar kveðjur :) ég fer alltaf á svona karrístaði þegar ég er í London, það væri kannski mál að skella sér, það tala allir svo vel um þennan stað.
PS. Til hamingju Magga með að hafa þolinmæði í 3 ár :)
Björn Zoéga Björnsson, 23.10.2007 kl. 16:15
kiddi minn er svo ótrúlega auðveldur í sambúð að það væri nú undarlegt ef ég mundi ekki þola þessa elsku....
Guðmundur ég held að krútti minn hafi nú endurgoldið þetta fyrir fram og það margfalt þegar hann færði mér hringinn og allt það um daginn
Margrét M, 23.10.2007 kl. 16:18
Til hamingju með árin 3
Vatnsberi Margrét, 24.10.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.