17.10.2007 | 08:49
Ný fartölva og konunni komið á óvart
Jæja lokksins lét ég verða af því að endurnýja fartölvuna
en sú gamla var orðin ansi þreytt greyið
og hálf lasin. Nú ég fékk mér Dell eðalvél einhverja agalega túrbóvél skilst mér af Matta vini mínum, en hann er minn tæknilegur ráðgjafi í sjónvarps,bíla,tölvu, hjólhýsa og almennum eyðsluvenjum sko hann er nefnilega þeim eiginlekum gæddur að vera ávallt til í að hjálpa sér í lagi ef að hlutirnir kosta eitthvað, takk Matti minn það er bara dáldið dýrt að þekkja þig en jæja skítt með það það er alveg þess virði samt
. Þessi vél er svo flott og hraðvirk að ég er rétt byrjaður að pikka inn þá tekur hún völdin og bara, sko eða næstum því, maður finnur svo vel fyrir því núna hvað sú gamla var orðin þreytt greyið. Nú svo var ég í essinu mínu í gær varð endilega að fara í blómabúð og gefa konunni blóm 13 rauðar fallegar rósir sko bara í tilefni þess að það var þriðjudagur, nú ég varð að láta smá gjöf fylgja með það er nefnilega svo gaman að sjá svipinn á þessari elsku
þegar maður kemur henni á óvart
en ég lét smíða hring fyrir hana sem allt í einu varð að þremur hringjum sem eiga að vera hlið við hlið og náttúrulega varð að vera eitthvað glingur í þeim þannig að demantur varð fyrir valinu reyndar nokkrir
og var þetta alveg æðislega flott og verð ég að benda á að Óli vinur minn í Gullsmiðju Óla er algjör snillingur.
Athugasemdir
þú ert bara æðislegur
Margrét M, 17.10.2007 kl. 09:56
flottur
Ólafur fannberg, 17.10.2007 kl. 15:23
Rosalega er maður heppin á svona stundum þegar vinirnir eru að slá um sig að vera konulaus :)
Jói E (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:44
Þú ert flottur. Til hamingju með nýja leikfangið hehe
Kristín Jóhannesdóttir, 17.10.2007 kl. 23:10
Flotti
Solla Guðjóns, 18.10.2007 kl. 00:43
Þetta með rósirnar og hringina hefur örugglega bara verið til að bæta fyrir bruðlið í þér varðandi þessa fartölvu
Annars hefðir þú sjálfsagt verið látinn sofa úti í hjólhýsi með tölvunni
Ingvar, 18.10.2007 kl. 12:16
Flottur karlinn, er ekki hægt að fá vinnu hjá þér hehe
Gunni lax (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:21
Flottur og yndislegur við ástina þína
Vatnsberi Margrét, 19.10.2007 kl. 11:27
En þú sætur og til hamingju með nýju tölvuna er sjálf með einhverja Dell turbo og ég verð að segja að ég er mjög sátt við hana
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.