14.10.2007 | 12:40
Bubbi á sunnudagsmorgni
Núna er sunnudagsmorgun konan að þrífa eins og venjulega og ég sit upp í sófa hef það næs og hlusta á Bubbi Morthens.
Hann stendur alltaf fyrir sýnu,er einmitt að spá í hvort við eigum ekki að fara að fá okkur almennilegar græjur í stofuna en við erum bara með græjur tengdar í heimabíóið og er það frekar vont þar sem maður getur ekki hlustað á músík ef að verið er að horfa á sjónvarp.
En allavega þá er lítið að frétta bara allt við það sama nema að það er stöðugt að aukast í vinnunni en við erum að stofna nýtt félag en markmið okkar er að byggja á milli 60 - 150 íbúðir á ári en eins og staðan er núna erum við með í um 20 einingar en mest er það raðhús eða 11 raðhús í Þingvaði, þannig að ef að ykkur vantar hús þá kannski á ég eitthvað fyrir þig
Athugasemdir
Er viss um að í dag er SUNNUDAGUR !!!!!!
En Bubbi er góður á hvaða degi sem er
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.10.2007 kl. 12:53
Rétt ruglaðist á degi he he
Kristberg Snjólfsson, 14.10.2007 kl. 13:00
Trúi þessu ekki uppá þig frændi Á maður ekki að hjálpa til á heimilinu? Miklu fekar en að glápa á... Svona hífðu þig uppúr sófanum og hjápaðu nú konunni kveðja bestasta besta frænkan
Telma (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 17:18
bara farin að auglýsa Guðmundur Bubbi er góður
Margrét M, 15.10.2007 kl. 08:43
innlitsritunarkvitt á mánudegi,,
Ólafur fannberg, 15.10.2007 kl. 10:43
Bubbi stendur fyrir sínu oftast.
Gangi ykkur vel í bisnessnum og salan verði góð:)
Vatnsberi Margrét, 15.10.2007 kl. 10:55
Vantar einmitt svona 3-4 hús á tveim hæðum fyrir barnabörnin.
Svo vantar mig endahús á Hundavaði, er nokkuð óselt þar?
Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.