25.9.2007 | 08:46
Komin heim
Jæja þá erum við skötuhjúin komin heim eftir frábæra langa helgi í London Við fórum út á fimmtudagsmorguninn þannig að við höfðum stóran hluta af fimmtudeginum til að rölta um.
Þegar við komum út var leigubíll sem beið eftir okkur en hann var svo vitlaus greyið bílstjórinn að hann rataði ekki til baka í bílinn sinn þannig að við vorum á rölti í flugstöðinni með kolvilltum leigubílstjóra, hann fann bílinn lokksins og svo til allrar hamingju þá var hann með gps tæki þannig að við komumst í íbúðina sem vinur minn lánaði mér Þessi íbúð er ca 50 fm er á einum besta stað í London og er rándýr mér skilst að fermetraverðið í þessu húsi sé í kring um 1200 þús pr fm þannig að þessi íbúð kostar vel yfir 50 millj og svo erum við að kvarta yfir dýrum íbúðum á Íslandi Þessi félagi minn sem á þessa íbúð er búinn að kaupa 13 íbúðir í þessu húsi og er hann að stefna á að versla fleiri íbúðir þarna, íbúðin sem við áttum að fá var ekki alveg tilbúin þegar að við komum en hún var helv flott frábært útsýni yfir alla borgina. Þarna vorum við eins og Kóngur og Drottning með flotta íbúð og einkabílstjóra sem að vildi allt fyrir okkur gera en við vorum keyrð um á ekki verri bíl en Rolls, en félagi minn á Rollsinn og lánaði hann okkur hann líka þannig að okkur var keyrt um borgina þegar við vildum í eðalvagni . Ég verð nú alveg að viðurkenna það að það var annsi gaman að ferðast á þennan máta vera eins og hitt fína fólkið he he.
Nú en allavega þá var þetta frábær ferð við vorum meira að segja næstum því búin að framlengja ferðina en ákváðum að gera það ekki núna þar sem við getum bara farið einhvertímann seinna aftur hef nefnilega pottþétta íbúð þarna ef ég vill Verslanirnar fengu að kenna á okkur og var kortið óspart notað og er það komið inn í frystir núna en við versluðum flott föt á okkur bæði leðurjakka á mig og kápu á Möggu ásamt ýmsu öðru en ég verð að segja að jakkinn og kápan eru bara trufluð. Nú veitingastaðirnir voru geggjaðir en við fórum á flotta staði að borða, m.a. fórum við í hádeginu á hlaðborð hjá Harrods sem er einhver flottasti staðurinn í London hann er á 4 hæð og er bara geggjaður frábær matur og þjónusta, nú þarna er líka fína fólkið að skófla í sig en aðalstrumpur Dire Straits sat þarna og reyndi að fela sig á bak við sólgleraugu en það er ansi skondið að sjá fólk þarna inni með kolsört sólgleraugu inni í húsi. Nú allavega þá var þetta bara gaman Já svo má ekki gleyma að við fórum að sjá Arsenal spila gegn Derby og var það helvíti gaman þó svo að ég sé ekki Arsenal maður, en það er alltaf gaman að fara á fótboltaleiki á Englandi
Athugasemdir
Það er sko öfund hérna megin eftir svona skemmtilega lýsingu en þið eigið þetta svo innilega skilið,hlakka til að sjá myndir úr ferðinni
Vatnsberi Margrét, 25.9.2007 kl. 10:45
Gaman að láta stjana svona við sig :) og flottur leikur sem þið sáuð :) verst að þú fékkst ekki mynd af þér með Mark Knopfler, þá hefði ég öfundað þig :)
Björn Zoéga Björnsson, 25.9.2007 kl. 11:25
þetta var BARA gaman ég var nefnilega með besta ferðafélaga í heimi , þið megið trúa því að það að boða á Harrods er ferlega fínt og flott
Margrét M, 25.9.2007 kl. 14:58
velkominn heim
Ólafur fannberg, 25.9.2007 kl. 16:34
Já kominn kallinn og velkminn
Solla Guðjóns, 28.9.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.