18.9.2007 | 10:54
Jónas Garðarsson samviskulaus
Skil ekki hvernig maðurinn getur verið svona samviskulaus, og ekki bætir úr skák að konan hans viðist algjörlega vera undir hælnum á þessum manni sem er með tvö mannslíf á samviskunni en samt er honum sama og svífst einskis.
Jónas Garðarsson er á leið í fangelsi. Hann mun afplána þriggja ára dóm fyrir að bera ábyrgð á dauða þeirra Friðriks Hermannssonar og Matthildar Harðardóttur í sjóslysi í september 2005 þegar bátur hans Harpan steytti á skeri. Hér fyrir neðan er málið rakið frá nóttinni örlagaríku til dagsins í dag.
Klukkan 03:11, aðfaranótt sunnudagsins 10 september 2005 komu fjórir lögreglumenn á gúmbáti að skemmtibátnum Hörpunni sem maraði þá í kafi á Viðeyjarsundi. Á kilinum sat kona og ungur drengur. Þau voru bæði köld og illa haldinn. Eigandi bátsins og skipstjóri, Jónas Garðarson, formaður Sjómannasambands Reykjavíkur hékk lærbrotinn í hliðinni, hálfur í kafi.
Meira en klukkutíma áður hafði Harpan siglt á Skarfasker í Viðeyjarsundinu með þeim afleiðingum að tvennt fórst. Jónas, kona hans og sonur lifðu hins vegar af og var bjargað um borð í gúmbát lögreglunnar.
Athygli vakti að meira en klukkutími leið frá því Harpan sigldi á Skarfasker og þangað til að björgunarmenn komu á vettvang. Aðalástæðan fyrir því var að fyrstu símtöl skipverjanna í neyðarlínuna voru afar ruglingsleg og fengu starfsmenn þar ekki skilið að skipverjar Hörpunnar þörfnuðust aðstoðar.Til marks um það var lögregla beðinn að hafa augun opin fyrir báti sem líklega hefði villst af leið út af einhverju fyllerísrugli
Eiginkona Jónasar hringdi flest neyðarlínusímtölin en hún átti erfitt með andardrátt eftir högg sem hún fékk þegar Harpan sigldi á skerið. Þar af leiðandi átti hún erfitt með að gera sig skiljanlega. Starfsmaður neyðarlínunnar bað ítrekað um að fá að tala við skipstjórann en þegar eiginkona Jónasar rétti honum símann til að tala við starfsmanninn lagði hann ýmist á eða muldraði eitthvað sem starfsmaðurinn skildi ekki. Þetta leiddi til þess að starfsmenn Neyðarlínunnar höfðu til að byrja með ekki hugmynd um alvarleika málsins.
Líklega var það ekki fyrr en í sjötta símtalinu til neyðarlínunnar, klukkan 02.10 að alvarleikinn varð ljós. Þá sagði eiginkona Jónasar þessi orð: "Það eru tvö dáinn, við erum þrjú uppá."
Frá því að Harpan sigldi á Skarfasker, og þar til henni hvolfdi nokkrum hundruð metrum frá, voru gerð tvö afdrifarík mistök. Hið fyrra þegar Hörpunni var siglt af skerinu sem hún hafði steytt á og henni siglt út á sundið. Kunnugir segja að Harpan hefði ekki farið á kaf hefði henni verði leyft að sitja á skerinu sem hún steytti á. Og fyrst henni var siglt þaðan hefði þá verið betra að sigla henni í þveröfuga átt. Upp í fjöru sem aðeins var tæpa 100 metra frá. Þaðan hefðu skipverjar að öllum líkindum komist klakklaust í land.
Jónas Garðarsson var ölvaður þegar slysið varð og við skýrslutökur þann 11. og 13. september bar eiginkona hans að Jónas hafi verið skipstjóri ferðarinnar frá upphafi til enda. Jónas var því ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Því vakti það nokkra athygli þegar Jónas bar fyrir héraðsdómi að konan sem lést hafi verið við stýrið þegar Harpan steytti á Skarfaskeri, aðstandendum hennar í héraðsdómi reykjavíkur til mikillar reiði. Ekki bætti úr skák þegar eiginkona Jónasar breytti framburði sínum og bar við minnisleysi þegar hún var spurð um málið í Héraðsdómi.
Jónas var samt sem áður dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða aðstandendum hinna látnu 10 milljónir í skaðabætur. Flestir héldu, og vonuðu, að málinu væri þar með lokið.
En þegar aðstandendurnir hugðust sækja Hörpuna örlagaríku til að bjóða hana upp fyrir skaðabótunum var hún horfinn. Þau hafa nú kært Jónas fyrir að koma bátnum undan á ólöglegan hátt. Og lokakaflinn í þessari sorgarsögu því ennþá opinn og óskrifaður.
Athugasemdir
Fyrirgefðu vinur en er þetta ekki of langt gengið. Þegar þú færð "lánað" svona heilu greinarnar ættirðu að geta þess hvaðan þú fékkst lánað !
http://www.visir.is/article/20070917/FRETTIR01/70917080
Jóhannes Einarsson, 18.9.2007 kl. 11:18
Rétt auðvitað á að setja inn heimildir, sorry en ég fékk þessa grein hjá Visi.is og biðst ég afsökunar að hafa ekki sett inn heimildina sem maður á að sjálfssögðu að gera
Kristberg Snjólfsson, 18.9.2007 kl. 11:27
Burt séð frá því hvar þú fékkst upplýsigarnar, er þetta alveg hræðilegt mál, fyir afar marga.
Sigfús Sigurþórsson., 18.9.2007 kl. 13:55
hefði maðurinn ekki átt að fá lengri dóm
Margrét M, 19.9.2007 kl. 09:40
Þú og þeir sem skrifuðu þessar greinar hafa rétt fyrir sér - það var skrýtið að hlusta á Jónas segja uppí opið geðið á eftilifandi ættingjum þeirra sem létust að hann mui ekki greiða skaðabæturnar. Og hann skaut undan eignum. Og það sem meira er, hans "Mafíuvinir" í Sjómannafélaginu "kóa" með honum því Jónas ekur um á bifreið í eigu Sjómannafélagsins. Skammast þín Jónas
Björn Zoéga Björnsson, 19.9.2007 kl. 15:01
Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla.
Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.
Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:34
Hræðilegt mál og lítil samviska hjá þessum manni
Vatnsberi Margrét, 20.9.2007 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.