12.9.2007 | 08:28
Banaslysin
Það eru sorgleg þessi banaslys, oft á tíðum má rekja þau til ölvunaraksturs, í sumum tilfellum hefðu öryggisbelti bjargað mannslýfum, hraðakstur er líka stór þáttur í þessum slysum og í öðrum tilfellum hefðu betri vegir komið í veg fyrir þessi slys.
Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir þetta ? Ég fyrir mitt leyti hef reynt að vera betri ökumaður passa mig á hraðanum og að reyna að vera börnunum mínum góð fyrirmynd þau fara jú einhvertíma að keyra sjálf og´þá verður maður ábyggilega alveg á en auðvitað vonar maður að ekkert komi fyrir hjá okkur.
Núna í dag fer Jóhann í bílprófið og eftir það verður Magga mín ábyggilega dáldið upptekin af að hugsa um kútinn sinn
Er ekki rétt að við tökum okkur öll á látum ekki ölvunarakstur eyðileggja líf okkar, nú hraðakstur er ekki þess virði að maður liggi annaðhvort kaldur í líkhúsi eða stórslasaður á sjúkrahúsi, tökum beltið og setjum það á okkur það er engin afs0kun að það sé óþægilegt.
Athugasemdir
jamm .. eins og maður samgleðst þessum elskum þegar þau fá bílpróf þá er maður alveg svakalega mikið að hugan hjá þeim og vona að ekkert komi fyrir ...tala nú ekki um af því að ég veit að Jóhann Helgi hefur ekki sýnt að hann sé duglegur að nota öryggisbelti og svo er bróðir hans er nú búin að lenda í veltu og árekstri .. maður er dauðhræddur um þau fyrstu árin eftir að þau fá próf ..
Margrét M, 12.9.2007 kl. 08:46
Heyr Heyr! Vel orðað hjá þér. Það versta sem maður upplifar er að það er hringt í mann og manni tjáð að barn mans hafi lent í veltu eða slysi. Ég hef verið rosalega heppin með að þau slys sem drengirnir mínir hafa lent í að þá hafi þeir sloppið vel. Ég keyri mikið og að undanförnu þá hef ég ósjálfrátt hægt á mér ég svo mikið að lifa fyrir
Kristín Jóhannesdóttir, 12.9.2007 kl. 09:02
Ófyrirgefanlegt er þegar foreldrar láta börnin ekki setj á sig bílbeltin þegar verið er að skutla þeim í skólann, eins og kom framm ú útvarpsviðtali um daginn, afsökunin sem fólk gaf var: Ég va að flíta mér svo mikið - þetta er svo stutt.
Ekki vildi ég vera einn af þessum foreldrum ef eitthvað kæmi fyrir.
Kveðja:
Sigfús Sigurþórsson., 12.9.2007 kl. 11:42
Slysin gerast líka við innkeyrslur heimilanna
Kristberg Snjólfsson, 12.9.2007 kl. 11:50
Góðir punktar og tek ég undir hvert einasta orð hér hjá öllum og góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar....
Solla Guðjóns, 15.9.2007 kl. 21:20
Sammála fyrri ræðumönnum.
Vatnsberi Margrét, 16.9.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.