3.9.2007 | 14:18
Fílan búin
Jæja ég ákvað að vera í fýlu í 3 daga þar sem ég fékk ekki inngöngu í skólann held að mér hafi bara tekist vel að vera í fýlu slappaði af í fýlu og horfði á fótboltann í fýlu, svo fengum við gesti á laugardagskvöldið og ég náttúrulega í fýlu Verð nú að standa við að vera í fýlu fyrst ég ákvað það.
Nei nei ég get ekki verið í fýlu það er ekkert gaman að því, átti bara fína helgi búinn að sætta mig við að verða bara áfram ég en ekki snobbaður löggiltur fasteignasali var heima með konu og börnum grilluðum nautalundir á laugadagskvöld og það var eins og venjulega börnin borðuðu alveg svakalega vel Alma Glóð er sér á báti er kemur að nautakjöti, þessi kroppur borðar á við 3 fullvaxna karlmenn en það er líka nánast eini maturinn sem hún borðar án þess að kvarta, hún er orðin svo ferlega matvönd að við erum í bölvuðu brasi, en hún fær ekki að komast upp með það að borða ekki það sem er á boðstólnum.
Stelpurnar komu til okkar á föstudag og verða að venju í 2 vikur nú alltaf gaman þegar þær koma heim, en svo kom eittmamma þeirra ákvað án þess að ræða við mig að láta þær sleppa við að vera í mat í skólanum, ég var ekki par hrifinn af því þar sem mér finnst að börnin eigi að fá heitan mat í hádeginu, fyrir utan það að það auðveldar líka að þurfa ekki að smyrja með þeim, en að hún skildi ákveða þetta án þess að ræða við mig finnst mér ansi fúlt og á ekki að gera þar sem við erum með sameiginlegt forræði og erum með þær í hálfan mánuð í senn. en ég verð líklega að leifa þessum mánuði að líða og vona að mamma þeirra sjái að það er betra fyrir þær að vera í mat í skólanum.
Athugasemdir
Er ekki málið þá að taka sinn tíma í námið og einhverja kúrsa í skóla eða skella sér á hraðbraut svona í takt við hraðan á þér ;)
Veit ekki annað en þú sért góður í því sem þú tekur þér fyrir hendur og gerir það með sóma. Gangio þér vel :)
Vatnsberi Margrét, 4.9.2007 kl. 12:46
Einhvernveginn get ég nú ekki ímyndað mér þig í fílu kallinn...frekar að þú hafir rutt einhverju úr þér yfir þessu
En maður verður nú að sýna lit þegar maður ákveður eitthvað
Solla Guðjóns, 5.9.2007 kl. 02:38
Það er auðvitað fáránlegt að það sé ekki tekið tillit til "skóla lífsins" eins lífsreyndur og þú ert Kiddi minn
Hvernig fór annars um helgina ? Vann ekki Liverpool 6 - 0 og Chelsea tapaði 2 - 0, var það ekki ?
Björn Zoéga Björnsson, 5.9.2007 kl. 11:30
Þú ert nú meiri fýlupúkinn frændi:) gastu ekki hringt í mig, langar svo að sjá hvernig þú tekur þig út í fýlu hehe það hlýtur að vera virkilega fyndið þar sem þú ert alltaf í svo góðu skapi.... Gaman að geta fylgst með úr fjarlægð :) en vonandi hittumst við sem fyrst svo ég sjái þig í fýlu kveðja bestasta besta frænkan;)
Telma (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:29
Hæ kallinn minn villtu kíkja á síðuna mína og helst komment því ég ætla að koma þessu í umræðuna.
Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 10:54
Heyrðu "fýlupúki" Er komin einhver "bloggfýla" í þig líka ???? Maður sér þig varla hér svo dögum skiptir nú orðið
Þetta endar á því að ég þarf að fynna mér einhvern annan til að þrasa við
Ingvar, 8.9.2007 kl. 19:34
Ég skil þig afar vel ;)
Sótti um 2x og m.a. á þeim forsendum að ég væri eigandi fasteignasölu sem ég var þá, en ekkert gekk. Fór með þetta í umboðsmann alþingis og áfram þaðan í Dómsmálaráðuneytið, en það breytti engu. Þeir enduðu á því engu að síður að bera þetta undir prófnefnd Félags Fasteignasala (þar sem situr einmitt engin sem þurfti að standast þessar kröfur) og þeir höfnuðu mér enn og aftur.
Ákvað bara að nota tækifærið fyrst að ég þurfti hvort eð er að bæta við mig námi að fara bara í Háskóla nám. Já, ótrúlegt en satt - maður kemst ekki í fagnám fyrir fasteignasala, en er á sama tíma hleypt inn í Háskóla nám á forsendum reynslu úr lífinu.
Skrítið?
Baldvin Jónsson, 9.9.2007 kl. 17:36
gott að fýlan er farinn hehe nennti ekki lengur að vera með gasgrímuna hehehe
Ólafur fannberg, 12.9.2007 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.