Skóli

Jæja loksins ákvað ég að drífa mig og fara í skólaSmile ákvað að taka loksins próf fyrir löggilta fasteignasala, hafði samband við endurmenntun háskóla Íslands og ætlaði að skrá mig í þetta 4ra anna nám.

Þá kom helvítis skellurinnAngry ég kemst ekki að nema hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun,það að ég sé búinn að vera starfandi við fasteignasölu í 9 ár virðist ekki hafa neitt að segjaFrown ég lagði þó inn umsókn og fór fram á undanþágu en mér var ekki gefin mikil von um að það gangi.

Mér finnst að það megi nú taka mið af starfsreynslu alveg eins og námi til stúdent ég er ekkert minna hæfur til að taka þetta próf þó ég sé ekki stúdent, jæja þetta kemur bara í ljós ætla ekki að gráta þetta alveg strax ætla að sjá hvort ég geti vælt undanþágu í gegn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Guð hjálpi þeim kennurum sem lenda í því að reyna að troða einhverri visku í þig

En gangi þér vel .........Ekki veitir þér af heillaóskunum

Ingvar, 29.8.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ingvar minn þetta kallast einelti

Kristberg Snjólfsson, 30.8.2007 kl. 08:50

3 Smámynd: Ingvar

Ingvar, 30.8.2007 kl. 10:11

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vonandi gengur allt að óskum og þú í skólan sem fyrst

Vatnsberi Margrét, 30.8.2007 kl. 15:17

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Jájá strákarnir mínir að kíta

Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband