Kom með öngulinn í rassinum

Úff hvað það er vont að koma með öngulinn í rassinum til baka úr veiðiferðFrown 

Kom heim í gær eftir 3ja daga veiðiferð þar sem veitt var bara nokkuð vel í hollinu okkar en ég þessi líka eðal veiðimaður kom með öngulinn á kafi í rassgatinu og hafði engan fisk eftir þessa 3 dagaWoundering 

En sem betur fer þá er reglan í þessum túrum að við skiptum með okkur aflanum jafnt sama hver fær þannig að ég kom nú með nokkra væna laxa heim Tounge

Ég svo sem græt þetta ekki neitt þar sem útiveran og að standa með flugustöngina við ánna var frábær og ekkert annað en gaman, NEMA ég bara ætlaði ekkert að geta sofið í túrnumCrying ég held að mig hafi bara vantað hana Möggu mínaInLove.

Það var líka frábært að koma heim og knúsa konuna, verst að börnin eru ekki hérna núna en Bomba tók sko ansi vel á móti mér fékk blauta kossa og mikið flaður.

En blessað dýrið er búið að vera stórskrítin undanfarna daga hún bara hefur engan vegin getað verið hefur viljað vera í fanginu á okkur fylgist endalaust með hvað við erum að gera, en það var asskoti fyndið þegar Magga fór á klósettið einn daginn, þá labbaði Bomba á eftir henni og lagði eyrun að hurðinni eins og að hún væri að tékka hvort Magga væri að gera stórt eða lítið Tounge við höfum við verið að spá í hvort að hún sé að byrja á lóðaríi en grey dýrið  er bara 7 mánaða en jamm hún er á lóðaríi fékk það staðfest í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

ummm svo gott að þú ert komin heim

Margrét M, 24.8.2007 kl. 15:14

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Magga hefur nú farið létt með það að ná önglinum þó djúpt sæti

Solla Guðjóns, 25.8.2007 kl. 12:35

3 identicon

Kiddi minn, það á að kasta önglinum út og halda í stöngina, ekki festa öngulinn í sig og henda stönginni út !!

Jói E (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 16:02

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Það er þá lóðatík á fleiri stöðum en hér

Vatnsberi Margrét, 27.8.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband