Dónaskapur

Í gær fórum við Magga og stelpurnar út með Bombu og fóru stelpurnar á hjólunum sýnum, það er í sjálfu sér ekki neitt sérstakt við það nema að þegar við vorum búin að labba dágóðan spotta vorum reyndar rétt við heimili ömmu og afa stelpnanna, þær að sjálfssögðu brunuðu á undan, allt í einu sveigir bíll í veg fyrir Lilju Björt flautar á hana og stekkur þar út kona á miðjum aldri, við skildum ekkert hvað var um að vera og drifum okkur á staðin þar sem við sjáum barnið skelfingu lostið og skildi ekkert upp né niður hvað konunni gekk til.

Þegar ég kem segir Lilja Björt að konan vilji hjólið og ég spyr hvað sé í gangi og vill hún fá að skoða seríunúmerið á hjólinu, ég sagði konunni að þetta væri hjól dóttir minnar og að hún hefði ekkert með að gera með að skoða það þar sem ég staðfesti að þetta er hennar hjól, en það var greinilegt að hún vildi ekki hlusta á foreldrana heldur reiknaði með að við höfum bara stolið hjólinu og ætlaði bara að skoða númerið á hjólinu, við svona dónaskap að trúa ekki foreldrunum var ég ekki voða ánægður sagði henni að hún skildi bara láta hjólið vera og lét Lilju Björt koma, sagði síðan við konuna að ef að hún teldi okkur vera með hennar hjól skildi hún hringja í Lögregluna ekki hræða lítil börn eins og hún gerði, sagði ég henni svo heimilisfangið okkar og héldum við af stað heim.

Annars var þessi helgi bara nokkuð góð vorum að vísu soldið vindbarin en við fórum á Úlfljótsvatn með Matta og Maggý og ekki má gleyma Viktori nú svo voru náttúrulega okkar yndislegu ungar með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að láta kellingarskömmina heyra það. Þoli ekki þegar fullroðið fólk er með yfirgang við börn.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:09

2 Smámynd: Margrét M

með ólíkindum hvernig fólk kemur fram við krakka

Margrét M, 7.8.2007 kl. 09:45

3 identicon

Kiddi þú ert alltaf flottur á því, með þetta líka flotta hjólhýsi og hýrist svo úti í rokinu til að sýna tjaldbúunum móralskan stuðning :)

Jói E (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:59

4 Smámynd: Ingvar

Frekjan, yfirgangurinn og dónaskapurinn er orðinn hreint ótrúlegur hjá sumu fólki  Það er best að hafa sem fæst orð um það hvað mann langar að gera við svona fífl

En hérna.........Labbaðirðu alla leiðina ???????

Ingvar, 7.8.2007 kl. 11:00

5 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Hva ertu vindbarinn eftir helgina  hvar varstu eiginlega. Ég er orðin eins og spánarfararnir eftir þessa frábæru helgi á Klaustri. Æðislegt veður.

Svo er fólk hissa á virðingarleysi barnanna til fullorðinna. Framkoma þessarar konu sínir hvar börnin læra virðingarleysið

Kristín Jóhannesdóttir, 7.8.2007 kl. 11:58

6 Smámynd: Anna Sigga

Gott að þú tæklaðir þetta "atvik" svo snilldarlega.

Anna Sigga, 7.8.2007 kl. 21:16

7 identicon

Borgar þú fólki fyrir að hrósa þér Kiddi? :) 

MogM (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 10:13

8 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Matti minn þú kemst að því ef þú kemur með almennilegt hrós

Kristberg Snjólfsson, 8.8.2007 kl. 13:56

9 identicon

Já þú meinar. Ok. Skil. Ég fer þá í það.

MogM (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband