16.7.2007 | 08:17
Nýtt hjólhýsi
Jæja þá er að fara að taka upp veskið og fara að borga fyrir nýja hjólhýsið en við fáum þá á n.k miðvikudag það verður rosalegur munur að þurfa ekki alltaf að ganga frá í borðkróknum ( en þar hefur enn unginn sofið) nýja húsið er nefnilega með tveimur svefnherbergjum og komum við 3 krökkum fyrir í innra herbergi svo er svítan okkar Möggu minnar þar fyrir framan. En allavega þá á ég alveg rosalega got hús til sölu ef einhverjum vantar á nefnilega eftir að selja hitt húsið.
Svo held ég að ég sé að verða nett klikkaðri, ég nefnilega er kominn með þá flugu í höfuðið að ég verði að eignast Harley Davidso ULTRA CLASS.CUSTOM PAINT hjól er meyra að segja búinn að sannfæra Möggu mína um að ég eigi alveg skilið að fá mér svona eruð þið ekki sammála ? hérna er svo mynd af græjunni já ég er ekkert klikkaður he he
Athugasemdir
hvenær sannfærðirðu mig man allavega ekki eftir að vera sannfærð um neitt svol.
Margrét M, 16.7.2007 kl. 08:48
úpps lest þú þetta líka
Kristberg Snjólfsson, 16.7.2007 kl. 08:52
alveg sammála því að við eigum alveg skilið svona hjól
Ólafur fannberg, 16.7.2007 kl. 09:05
Er það með krók?
MogM (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 10:25
Nei það verður á pallinum á nýja bílnum sem dregur nýja hjólhýsið, sko maður verður að vera með græjurnar með sér er það ekki
Kristberg Snjólfsson, 16.7.2007 kl. 12:12
Þú verður að hafa hliðarvagn er þakki
Vatnsberi Margrét, 17.7.2007 kl. 01:13
Flott hjól mikið hlakka ég til að geta farið að hjóla þú tekur Möggu bara með sem hnakkaskraut
Björn Zoéga Björnsson, 17.7.2007 kl. 11:59
Það er ekki slæmt að hafa svona flott hnakkaskraut eins og Möggu mína
Kristberg Snjólfsson, 17.7.2007 kl. 12:17
Þú verður gæfulegur, rúntandi um á svona "trukk" með sítt skegg, svartan nasistahjálm og í skítugu gallavesti í stíl.
Reyndar þá staldraði eitt mjög svipað og splunkunýtt við í innkeyrslunni hjá mér í gær. Og sá sem var á því fær borgað fyrir að rúnta á því
Ingvar, 17.7.2007 kl. 17:46
Kiddi þú veist að það er mikið auðveldara að fá fyrirgefningu eftirá heldur en samþykki áður en hluturinn er keyptur :)
hvenær fæ ég að prófa ?
Jói (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 18:37
færðu nú eina delluna enn?? Klifurdella, fallhlífardella, fjallajeppadella, hjólhýsadella, hundadella og hvað meira. Okkur finnst þú eigir bara að halda þig við Möggu þína, okkur finnst það nú betri della.
Guðbjörg, Anna og mamma (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 15:21
Ja komið með hugmynd er til í fleiri dellur enda fæddur til að vera dellukall
Kristberg Snjólfsson, 18.7.2007 kl. 16:05
humm.... er ég nú orðin að einhverri dellu. það veit ekki á gott því dellur eru oft eitthvað sem kemur og fer ... en jæja ég verð þá bara della sem fer ekki fet .. he he
Margrét M, 19.7.2007 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.