9.7.2007 | 08:50
Sumarfríið búið
Jæja þá er sumarfríið búið
En við erum búin að vera á ferð í mánuð með hjólhýsið byrjuðum á að fara á Blönduós vorum þar í tvær nætur á flottu tjaldstæði en en þau eru ofboðslega misjöfn, en Blönduós stendur uppúr hvað varðar aðgang snyrtilegheit og svoleiðis. Flott hjá þeim,.
Nú frá Blönduósi fórum við í Vaglaskóg vorum þar í tvær nætur frekar kalt en samt bara fínt enda var þetta bara um 10 jún, frá Vaglaskóg fórum við í Ásbyrgi en þangað hafði ég aldrei komið, gaman að skoða jökulsárgljúfur og Dettifoss en hann var svo sem ekki frýnilegur bara aur og drulla sem puðraðist í miklu magni.
Frá Ásbyrgi fórum við í Atlavík og tókum það rólegt þar vorum þar í rúma viku í fínu veðri, að sjálfssögðu skoðuðum við allt austurland í leiðinni en sá staður sem stóð upp úr er án efa Mjóifjörður en hann er gríðarlega fallegur.
Frá Atlavík var burrað á klaustur vorum þar í tvo daga börnunum leiddist klaustur fundu sér ekkert að gera, nú svo lentum við í rosalegu sand-mold roki þannig að maður tuggði sand í nokkra daga á eftir.
Frá Klaustri var strikið tekið á Apavatn og stoppað þar í 3 daga það er flottur staður sem rafiðnaðarsambandið á og hefur byggt upp á flottan máta gaman að vera með börn þarna.
Ég varð að skjótast í bæinn og vinna í tvo daga þannig að strikið var tekið heim á leið og ég græjaði það sem þurfti að gera og svo var hengt aftaní aftur og burrað á Hólmavík en þar fóru fram Hamingjudagar og var bara þræl gaman að koma aftur á Hólmavík en ég hef lítið komið þangað undanfarin ár.
Frá Hólmavík fórum við í húsafell og vorum þar þar til í gær sem sagt viku, Húsafell er fínn staður en mér fyndist nú að staðarhaldarar ættu að huga betur að málum þarna, klósettin eru bæði pínulítil og fá miðað við alla sem eru þarna, ekkert er hugsað fyrir ferðasalerni, byrjað var á að setja upp leiktæki fyrir rúmum mánuði síðan og kunnu þau ekki að setja upp þannig að uppi standa járnsúlur og mikil hætta fyrir börn, og ef að nefnt er við staðarhaldara að þetta sé slysagildra þá fara þau í flækju og segja foreldra bara passa börnin betur, jú auðvitað á að passa börnin ekki spurning en hver er stöðugt að fylgjast með ungunum á svona svæði. æi því miður er fullt af öðrum hlutum sem er að þarna og vona ég að þessu verði kippt í liðin þar sem þetta er fallegur staður og gaman að koma á. Já og síðast en ekki sýst þá erum við líka búin að fjárfesta í nýju hjólhýsi þannig að gamla nýja hjólhýsið okkar er til sölu, við ákváðum að fá okkur stærra hús og með öðru skipulagi ,það er reyndar á tveimur hásingum dáldið langt en það er bara fínt verðum ekki í vandræðum með að ferðast með það
Athugasemdir
jamm sumarfríið á enda.. og við taka helgarferðir hingað og þangað
Margrét M, 9.7.2007 kl. 09:42
Þetta hefur verið alger snilld...velkomin í bloggheima aftur
Solla Guðjóns, 10.7.2007 kl. 11:00
Spurning hvort það sé ekki sniðugast að losa einbýlishúsið og skella því á krókinn hehe
Kristín Jóhannesdóttir, 10.7.2007 kl. 11:01
Dettifoss bara aur og drulla. Leiðinlegt og sand og moldrok á Klaustri. Lítil klósett, járnsúlur og eithvað fleira hættulegt í Húsafelli.............. Þetta hefur verið sannkölluð svaðilför hjá ykkur borgarbörnunum
Eins gott að vera með húsið með sér eins og snigillinn til að geta varið sig fyrir öllum þessum áföllum. (sjálfsagt líka farið jafnhægt yfir og hann)
En stærra hús þýðir stærri jeppi......... Ekki satt ???
Ingvar, 10.7.2007 kl. 13:33
Ertu búinn að selja hitt hjólhýsið ?
Björn Zoéga Björnsson, 12.7.2007 kl. 13:30
innlitskvittun
Ólafur fannberg, 12.7.2007 kl. 22:22
klukk á þig Nú verður þú að nefna 8 atreiði um þig segja hver klukkaði þig og nefna þá 8 sem þú ætlar að klukka
Margrét M, 13.7.2007 kl. 10:03
Góða skemmtun í helgarferð og til lukku með nýjan eðal vagn
Vatnsberi Margrét, 15.7.2007 kl. 03:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.