Mannrán

Stundum er gott að vera knár bara loka sig í skottinu og finna bilunina LoL

 

Lögreglan í Bremen í norðurhluta Þýskalands setti af stað meiriháttar aðgerð þegar kona  tilkynnti um mannrán. Hún varð vitni að því þegar „ungur drengur" var læstur í skotti bíls sem ekið var af stað. Lögreglan setti þegar upp vegatálma og sendi út eftirlitsbíla. Þegar bíllinn fannst kom í ljós að um var að ræða dverg sem var bifvélavirki.

Hann hafði komist upp á lag með að finna hvar bilun var út frá hljóðum sem hann greindi í skotti bílsins. Bifvélavirkinn hafði beðið ökumanninn að keyra með sig um hverfið svo hann gæti fundið hvaðan hringlkennt hljóð kom.

Lögreglan staðfesti að konan hefði hringt eftir að hún sá atburðinn af svölunum hjá sér. Ökumaðurinn, sem var eigandi bílsins, hafði beðið dverginn að laga bílinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

þetta er ferlega fyndið.

Margrét M, 31.5.2007 kl. 13:14

2 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Dvergar eru til margra hluta nytsamlegir  og konur eiga það til að gera of mikið úr hlutunum

Björn Zoéga Björnsson, 31.5.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Ingvar

Aldrei hefur neinn hringt og tilkynnt svona þegar ég hef notað þessa aðferð við að fynna skrölt

Ingvar, 31.5.2007 kl. 19:32

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ég er ekki hissa á þvi Ingvar minn það eru allir svo fegnir þegar þeir sjá þig lokaðan inni

Kristberg Snjólfsson, 1.6.2007 kl. 07:53

5 Smámynd: Solla Guðjóns

lol

Solla Guðjóns, 2.6.2007 kl. 04:04

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vatnsberi Margrét, 3.6.2007 kl. 11:28

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er þó eitt gott við þetta sem meyra mætti vera um, það er athygli nágrannans og síðan ekki sýst ábyrgðar hlutverkið, að tilkynna málin. En skondið er þetta, ekki er því að neita.

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 4.6.2007 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband