Hversu sjúkt getur fólk verið ??

Þrjár eiginkonur manns, sem nauðgaði fimm ungum dætrum sínum, voru fangelsaðar á dögunum í Singapúr fyrir að hafa aðstoðað eiginmann sinn við sifjaspell.

Maðurinn var dæmdur í 32 ára fangelsi og til að þola 24 stafshögg í apríl á síðasta ári, fyrir að hafa ítrekað misnotað dætur sínar. Hann á tíu eiginkonur og sextíu og fjögur börn.

Maðurinn, sem er múslimi, sagði konum sínum og dætrum, að samkvæmt Kóraninum ætti hann börn sín og mætti stunda kynlíf með þeim. Konurnar voru síðan milliliðir í sifjaspellinu. Þær gerðu dætrunum, sem voru á aldrinum tólf til fimmtán ára þegar misnotkunin átti sér stað, vart þegar maðurinn vildi stunda kynlíf með þeim.

Það er með ólíkindum að svona mannvonska og fyrirlitning sé til í okkur mannfólkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

sumar mannverur eru með eindæmum grimmar 

Margrét M, 25.5.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Það er ekki langt að bíða að svona gerist á Íslandi. Við höfum verið allt of frjálslynd í innflytjendamálum og nú förum við að súpa seyðið af því. Ég hef það fyrir satt að í einum skóla á Höfuðborgarsvæðinu þá hafi Múslímar, sem áttu börn í skólanum, komið því til leiðar að svínakjöt var ekki á borðum vegna trúar barna þeirra. En Íslendingarnir máttu þola það að þeim hafi verið mismunað.

Björn Zoéga Björnsson, 25.5.2007 kl. 11:24

3 Smámynd: Margrét M

neh .. er ekki of langt gengið að þeir sem eru í miklum minnihluta komi því til leiðar að ekki sé ákveðnar fæðutegundir á boðstólum ..

Margrét M, 25.5.2007 kl. 12:05

4 Smámynd: Gerða Kristjáns

Þetta er með ólíkindum

Gerða Kristjáns, 25.5.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 25.5.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband