Ný myndavél

Jæja þá var veskið tekið upp enn og aftur, skrapp niður í Nýherja og verslaði einhverja svakalega myndavél en hún er með alveg fullt af skrítnum tökkum linsa sem er næstum metir á lengd taska og allt þetta sem á að fylgja fyrir snilldarljósmyndara.

Nú aðalvandamálið hjá mér er að ég kann ekkert á þetta botna eiginlega ekkert í hvað maður var að gera með að borga fullt af þúsundköllum fyrir eitthvað sem endar inni í skáp eins og nýja flotta videovélin sem ég fékk í afmælisgjöf í fyrra. Nei núna verður tekið á þessu ætla að fara á námskeið í myndatöku.

þarf maður ekki að æfa sig á að taka nektarmyndir eins og að málarar eru með módel ? þarf ég ekki að sannfæra konuna að þetta sé í nafni listarinnar humm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

Margrét M, 24.5.2007 kl. 08:25

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er alveg ómetanlegt að eiga svona alvöru græju, ég hef allatíð átt "alvöru" myndavél þar til núna síðustu ár (á núna einhverja svona litla nýtýsku vél) og ég ég er búinn að ákveða að það verður næsta fjárfestingin, í pro myndavél, til hamingju með græjuna.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 08:42

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

He he góður Guðmundur

Kristberg Snjólfsson, 24.5.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Ingvar

Það fylgir yfirleitt þessum hlutum svona bók sem er með leiðbeiningum um hvernig á að nota apparatið

Passaðu þig á því að opna alls ekki þessa bók fyrr en þú ert búinn að eyða nokkrum dögum í að reyna til þrautar allt annað, og helst fikta svo mikið í öllum tökkunum að það verði aldrei hægt að taka á þetta myndir framar

 Btw. skemmtileg tilviljun !! Við keyptum líka nýja myndavél í dag Ég prufaði R.T.F.M. aðferðina á hana og það þrælvirkar

R.T.F.M. =  Read The Fuck´n Manual !!!!!!

Ingvar, 24.5.2007 kl. 23:52

5 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Já er það bókin sem fylgir, ég hélt þetta væri bara  ábyrgðaskírteinið þau eru orðin svo ansi viðamikil tekið fram hvað er í ábyrgð og hvað ekki.

Kristberg Snjólfsson, 25.5.2007 kl. 08:17

6 Smámynd: Ingvar

Í stórum dráttum þá gildir ábyrgðin yfir allt sem ekki bilar

Þannig að það að lesa ábyrgðarskirteinið hefur engan tilgang frekar en að lesa owners manualinn.

Ingvar, 25.5.2007 kl. 10:53

7 Smámynd: Ólafur fannberg

til lukku með nýju vélina

Ólafur fannberg, 29.5.2007 kl. 08:17

8 identicon

Jahérna nú en þú ert nú heppin að eiga svona frábæra konu sem getur séð um allar myndatökurnar fyrir þig :) en dem þá verða bara nektarmyndir af þér úhú dem ég fæ hroll ;)

Jói (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband