21.5.2007 | 08:23
Komin frá París
Jæja þá erum við skötuhjúin komin heim frá París. En þessi ferð var alveg frábær í alla staði, Frakkar eru greinilega ansi sérstakir og eins gott að koma rétt fram við þá. Nú en ferðin byrjaði svo sem ekki alveg nógu vel, en við flugum´héðan til Amsterdam og þaðan til Parísar og náttúrulega þá tíndist taskan, vorum í smá veseni með hana en þetta reddaðist daginn eftir, nú næsti dagur var líka ansi áhugaverður þar sem við vorum að fara inn á herbergið okkar þá komumst við ekki inn og tók nú tveggja tíma bið eftir að komast inn á herbergið okkar til að geta skipt um föt áður en við færum út að borða, þarna vorum við aðeins farin að vera pirruð en vorum samt ákveðin í að´láta þetta ekki hafa áhrif á okkur. Nú fyrsta daginn fórum við út að borða og tókum svo göngutúr og skoða mannlífið sem er ansi skrautlegt þarna, meðal annars mættum við ungri konu kannski á milli 20-25 ára og sjáum við þar sem hún rífur af sér beltið og Magga segir hva er hún að fara að gyrða sig hérna á miðri gangstéttinni inn um fullt af fólki, humm nei sagði ég hún er að fara að pissa og það var rétt hún settist niður á miðri gangstéttinnii og bara lét vaða þar
En allavega þá var ég með besta ferðafélaga sem hægt er að hugsa sér og áttum við alveg frábæra daga í París fórum í fína veitingastaði siglingu og skoðuðum helstu staðina, mæli hiklaust með að fara þangað og bara labba í rólegheitunum og skoða mannflóruna, við allavega höfðum gaman af
Athugasemdir
Greinilega góð ferð,Frakkarnir eru dálititið sérstakir.Velkomin til baka
Ólafur fannberg, 21.5.2007 kl. 08:34
Velkominn heim.
Solla Guðjóns, 21.5.2007 kl. 14:35
Velkominn á klakann. Greinilega ekki feimnir frakkarnir.
Viðar Þór Marísson, 21.5.2007 kl. 15:28
Velkomin heim
Vatnsberi Margrét, 22.5.2007 kl. 12:19
Velkomin heim
Gerða Kristjáns, 22.5.2007 kl. 21:34
þetta var yndisleg ferð hjá okkur ástin mín
Margrét M, 23.5.2007 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.