Nætursímtöl / hefndaraðgerð

Það er með ólíkindum að þegar maður er þreyttur þá er alveg viss passi að það er eitthvað sem truflar hjá manni svefninn Angry  en við fórum um helgina með hjólhýsið í Þrastarlund og vorum þar í frábæru veðri grilluðum og slöppuðum af, nú í nótt þá slökkti ég ekki á símanum frekar en fyrri daginn og þá náttúrulega hringir draslið kl 4,30 ég ekki alveg að fíla það en þetta var eitthvað númer sem ég kannaðist ekki við og þegar ég svaraði var brjálað partí í gangi hjá þeim sem hringdi. Ég skellti á og upphugsaði hefndaraðgerð ákveðinn í að ná mér niður á mannskrattanum sem vakti mig af djúpum ljúfum svefni. Þannig að um leið og ég opnaði augun í morgun þá ´náði ég í símann og hringdi til baka í númerið sem var hringt úr Devil  til að byrja með var ekki svarað en ég ætlaði sko ekki að leyfa manninum að sofa mínútu lengur svo ég hélt áfram þangað til ákaflega svefndrukkinn maður svaraði í símann og ég segi sæll þú hringdir í mig í nótt" ætla bara að vita hvað þig vantaðiDevil   mannræfillinn skildi ekkert í þessu enda eldsnemma á sunnudagsmorgni og ég alveg í essinu að hafa náð mér niður á honumLoL  ég sagði honum að hann hafi hringt kl 4,30 og vakið mig og mína og ég væri bara að vita hvort að hann væri ekki sáttur að láta vekja sig eldsnemmaLoL  mannræfillinn sagði ég hlít bara að hafa hringt í vitlaust númer. En allavega þá náði ég aðeins að brosa yfir þessu fyrst ég náði að bögga hann líka. Niðurstaðan er sú að' ef að þið hringið á mínum svefntíma þá bara bíðið ég kem til með að hringja afturTounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe þá veit ég hvað ég geri hehehe

Ólafur fannberg, 14.5.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Síðast þegar ég fékk SMS frá þér þá var það eftir miðnætti á virkum degi :) svo að þú átt eitt inni hjá mér :)

Björn Zoéga Björnsson, 14.5.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kvikindis hátturinn í þér Kristberg.

Sigfús Sigurþórsson., 14.5.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Ólafur fannberg

svo ertu að segja að ég sé púki ha hehehehe Kristberg

Ólafur fannberg, 14.5.2007 kl. 12:24

5 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Já Ólafur ég segi að þú sért púki, ég hef heldur aldrei neitað að það væri smá vottur af púka í mér líka

Kristberg Snjólfsson, 14.5.2007 kl. 16:49

6 Smámynd: Ólafur fannberg

tveir púkar á svæðinu.Landið er í hættu.

Ólafur fannberg, 14.5.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband