Er sumarið komið eða er þetta bara sýnishorn af því sem koma skal

Jæja allir eru að tala um að sumarið sé komiðGrin  og er ég sannarlega einn af þeim sem bíð eftir að það komi með fullum trukki, en veðrið hérna sunnanlands er nú ekki alveg til að hrópa húrra fyrir það er svo sem sól, en mikill vindur. Vonandi förum við að fá hlítt loft og minni vind þannig að maður geti farið að fara af stað með hjólhýsið án þess að hafa áhyggjur af að það fjúki á hliðina eða eitthvað svoleiðis. Nú veðurspáin fyrir næstu helgi er svo sem fín ef maður er vel klæddur sól en kaltFrown hérna sunnanland svona 4-9 gráðu hiti sem er passlegur til aðhalda bjórnum köldum en varla til að halda hita á manni sjálfum. En ég fer samt það skal vera flott veður humm í vesta falli ligg ég inni í hjólhýsi og horfi á imbann, og ef að það verður rok þá fer ég samt, sef þá í hólhýsinu hérna úti á plani fyrir framan húsið set út markisuna, sólstólana fer í kraftgallann og fíla mig í útilegu. Bara skalWhistling  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

viss um að við verðum flott í útilegu á planinu heima

Margrét M, 2.5.2007 kl. 10:35

2 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe

Ólafur fannberg, 2.5.2007 kl. 13:33

3 identicon

Hmmm. Getur þú nokkuð komist með húsið út á land? Hvernig kemur þú til með að draga það?

Hmmmmmmm (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 15:51

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Góður punktur vinn í því einhvernveginn

Kristberg Snjólfsson, 2.5.2007 kl. 16:15

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

 Það væri alveg eftir þér

Vatnsberi Margrét, 2.5.2007 kl. 17:32

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Já lýst mér á ekkert að láta veðrið trufla sigSkál......

Solla Guðjóns, 2.5.2007 kl. 23:20

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég hef trölla trú á að það verði frábært sumar í sumar, við þurfum ábyggilega að skafa af okkur brunarústir í haust.

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband