30.4.2007 | 14:19
Ferðalög
Er að velta fyrir mér ferðalögum, hvers vegna sumir nenna að vera sífelt að ferðast skoða náttúruna fara á framandi staði og þessháttar. Nú hvað mig varðar þá er fátt skemmtilegra en eð vera í góðra vina hópi einhversstaðar í Íslenskri náttúru og njóta landsins nú eða vera erlendis og skoða nýja hluti, en við erum svo heppin að búa á Íslandi, þá sér í lagi þegar veðrið leikur við okkur eins og núna. Að fara til útlanda er einnig frábær skemmtun, og hef ég verið svo heppinn að hafa getað ferðast töluvert um ævina og er ekkert á leiðinni með að hætta því. En svo er hinn hópurinn sem ég reyndar skil að vissu leiti hann segir til hvers að ferðast þegar maður getur bara farið á netið og séð þetta allt þar, humm held reyndar að það sé ekki sama upplifunin en með tækninni sem við höfum í dag er ótrúlegt hvað hægt er að gera það er engu líkara en að maður sé á staðnum. Nú allavega þá var ég að setja gaskútana í hjólhýsið, rafgeymirinn er kominn í og búinn að skola út vatnstankinn nú svo varð maður að prufa hitann hvort þetta virki ekki örugglega allt saman og mér sýnist það bara, en samt er eitt vandamál ég man ekkert hvernig ég svissa á milli gassins og rafmagnið þetta er ferlega auðvelt en ég bara man ekkert hvernig ég á að gera það, ætli ég laumi mér ekki niður í seglagerð og kem með spurningu sem hann verður að sýna mér þetta verð samt að passa mig að láta ekki vita að ég viti þetta ekki, maður verður jú að halda coolinu er það ekki
Athugasemdir
komin greinilega í sumarfílinginn
Ólafur fannberg, 30.4.2007 kl. 14:23
Svo sannarlega get ekki beðið eftir að komast af stað
Kristberg Snjólfsson, 30.4.2007 kl. 14:28
held að Tóti í segló fatti þetta sko
Margrét M, 30.4.2007 kl. 15:18
Þetta þýðir að þú þarft að fá tölvu og nettengingu í sígaunavagninn til að þið getið skoðað þá staði sem hann kemst ekki á
Og svo þartu líka að hafa með tæknimann til að viðhalda öllum græjunum
Ingvar, 30.4.2007 kl. 21:11
Kvitt
Vatnsberi Margrét, 1.5.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.