ABC hjálparstarf

Við hjónakornin sátum sem límd fyrir framan sjónvarpið í gær þar sem sýndur var kompásþáttur um eymdina í Kenya. Það sem hægt er að gera fyrir börnin er ótrúlegt fyrir aðeins 2500 kr. Það er nú svo að við höfum ekki verið að borga í þessi hjálparstörf en það er alveg klárt að það verður breyting á núna, að slík eymd sé til í heiminum er hræðilegt, og ég verð bara að segja að ef að einhver hefur farið ósnortinn frá því að horfa á þennan þátt þá er sá eða sú með steinhjarta. Allavega þá ætlum við að styrkja þessi hjálparsamtök og reyna að fylgjast með hvernig peningunum verður varið. Tökum okkur saman og gefum smá það þarf svo lítið til að hjálpa helling.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Alveg er ég hjartanlega sammála og hvet fólk til að huga að því hvað hægt er að gera fyrir 2500.kr.

Solla Guðjóns, 23.4.2007 kl. 08:50

2 Smámynd: Margrét M

1950:kr og barnið fær skólagöngu, eina máltíð á dag og læknishjálp 

3250:kr og barnið fær skólagöngu og fulla framfærslu á barnaheimili eða heimavistarskóla

Margrét M, 23.4.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Já það er satt - sleppa einni pizzu á mánuði - eða keyra um á smærri bíl :) við höfum styrkt ABC í fjölda ára og vitum að peningunum er vel varið - lítil yfirbygging og aðstoðin berst beint til þeirra sem þurfa

Björn Zoéga Björnsson, 23.4.2007 kl. 09:39

4 Smámynd: Ólafur fannberg

hef verið með eitt núna í 2 ár sem styrktaraðili einmitt í gegnum ABC Höfum skrifast á og hittingur verður í desember

Ólafur fannberg, 23.4.2007 kl. 10:08

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Frábært framtak

Vatnsberi Margrét, 24.4.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband