Uppbygging á brunarústunum

Horfði á mjög áhugaverðan þátt þar sem var viðtal við Hrafn Gunnlaugsson og hvaða sýn hann hefði á miðboginni og þeirri uppbyggingu sem þar þarf að fara fram eftir brunann. Ég verð nú að viðurkenna að Hrafn hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá mér, en þær hugmyndir sem hann hefur varðandi uppbyggingu miðborgarinnar og allt út í viðey eru ákaflega vel framsettar og vel ígrundaðar. Mér fyndist réttast að fá hann til að stýra uppbyggingunni þar sem það er greinilegt að hann hefur mikið vit og áhuga á að gera hlutina miðaða við það ár sem við búum á en ekki að horfa endalaust til fortíðar, þessi hús sem brunnu eiga að víkja fyrir nýjum og stærri byggingum. Það að fara að byggja þetta horn upp í upprunalegri mynd er ekki neitt vit, þetta er allt of dýrmæt lóð til að byggja pínulitlar byggingar þegar hægt er að byggja fallegt stórt hús sem nýtist miðborginni mikið betur. Hérna er tengill inn á viðtalið við Hrafn http://visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=31854&ProgType=19009&progCItems=0&play=simple

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Æ ég veit ekki,mér finnst synd og ekki mikil prýði af háhýsum sem setja skugga á allt.En það er líka bara mitt 

Vatnsberi Margrét, 21.4.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Það þarf heldur ekki að vera ópríði af háhýsum!! það fer allt eftir hvernig húsin eru, það að reyna að halda svona í fortíðina er algjör vitleysa frekar að byggja upp miðbæinn með nýjungum en að halda í gamalt, ljótt, úrsérgengið útlit, he he allavega ekki byggja upp þetta gamla ljóta útlit fáum ferskt útlit í miðbæinn

Kristberg Snjólfsson, 21.4.2007 kl. 16:37

3 Smámynd: Ingvar

Ég vill fá bílastæðahús þarna og malbik yfir tjörnina

Það yrði kanski til þess að maður nennti að rúlla þarna niður í bæ maður fengi þá kannski stæði.

Ingvar, 21.4.2007 kl. 17:30

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ingvar minn miðbærinn er ekki fyrir ykkur utanbæjaróarðsemisbæralið

Kristberg Snjólfsson, 21.4.2007 kl. 17:37

5 identicon

Rífa þetta gamla húsadrasl og setja bílastæði þarna.

Kristberg hinn (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 19:35

6 identicon

Rífa þetta gamla húsadrasl og setja bílastæði þarna.

Kristberg hinn (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 19:37

7 Smámynd: Ingvar

"utanbæjaróarðsemisbæralið"???????????????

Nú er ég endanlega sannfærður um að þú ert búinn að vera of lengi þarna í steypunni

það eina sem getur bjargað þér úr þessu er að þú gangir í lið með okkur utanbæjaróarðsemisbæraliðinu

 En ég stend við þetta með bílastæðin

Ingvar, 21.4.2007 kl. 19:46

8 Smámynd: Ólafur fannberg

styttu af mér hehehee í stað bílastæða..

Ólafur fannberg, 21.4.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband