Skápasamsetningar

Jæja nú er allt að verða komið í samt lag búið að þrífa og ganga frá nánast öllu, skrifborðin eru komin upp í herbergin en við fengum þau samansett en ég þurfti að setja saman skrifborðsstólana sem var reyndar ekkert mál  ENNNN svo koma að helv, andsk, djöf , draslskápunum en mér skildist að ég ætti að vera í 1 klukkutíma með að setja þá saman, rigth ég er búinn að vera 6 tíma og ekki búinn að setja saman tvo skápaCrying  þetta er náttúrulega bara með ólíkindunum þarna eru milljón skrúfur sem þarf að skrúfa, teikningarnar til að setja þetta saman eru þess eðlis að flugvélaverkfræðingur myndi lenda í vandræðum með að finna út úr þessu, nú ég er náttúrulega slíkur snillingur að ég fann út hvernig á að setja þetta samanTounge en fæ samt ekki hurðarnar til að passa á réttan stað, humm allavega eru þær ekki alveg að lokast rétt og sama hvað ég geri þá lokast þær ekki búinn að reyna allar stilliskrúfur en ekkert gengurCrying  Magga mín sagði mér að stilla bara skrúfuna í hausnum á mér W00t  skil ekki hvað hún á við er nýbúinn að fara í allsherjar stillingu. En það sem mér finnst fúlt er að kaupa skápa sem eiga að vera vandaðri heldur en Ikea en svo kemur í ljós að það er sama vesenið að setja þetta samanDevil   ef að það er einhver sem getur komið og sett saman einn og hálfan skáp og stillt hurðir á einum þá endilega komið í kaffi, þannig að Magga mín missi ekki vitið, Ekki gott ef hún missir vitið þá er lítið eftir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

Kiddi minn , ég er snillingur að setja saman svona IKEA dót ,,spurning hvort ég ánokkuð  að vera að skipta mér af þessu . það er gaman að horfa á þig glíma við þetta.. 

Margrét M, 16.4.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Obbobobb.Vertu stilltur.Þetta er ekkert mál fyrst þetta er ekki flóknara en Ikea.Hef sett fullt af svoleiðis saman,grasekkjur bjarga sérsvo kemur karlinn heim og lagar það sem laga þarf.

Fáðu þér bjútíblund og allt mun ganga betur

Solla Guðjóns, 16.4.2007 kl. 09:11

3 Smámynd: Ingvar

Ég er farinn að halda að þú sért með fjögur handabök og tíu þumalfingur þegar kemur að svona löguðu Ég ætti eiginlega að laumast í skrúfupokann og bæta nokkrum við til að fara alveg með þetta hjá þér

En blessaður vertu ekki að reyna að stilla þessa skrúfu sem Magga var að tala um.........

Hún er örugglega laus

Ingvar, 16.4.2007 kl. 23:52

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vona að allt hafi gegnið vel og skáparnir komnir upp

Vatnsberi Margrét, 18.4.2007 kl. 05:09

5 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 18.4.2007 kl. 11:41

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Er skrúfan enn laus??????

Solla Guðjóns, 18.4.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband