13.4.2007 | 16:45
Lokssins búið
Jæja þá er þetta búið, eða svo gott sem, bara eftir að pússa smá og henda slettu af málningu þá er allt klárt. Fengum skrifborðin skápana og stólana fyrir börnin áðan þannig að núna fer ég bráðum að detta inn á geðdeild sko ég nefnilega er alveg skelfilegur í að raða saman skápum og drasli sem kemur ekki samsett til mín. Magga hefur venjulega viðbjóðslega gaman að því þegar ég er að bögglast við að setja saman eitthvað svona dót og á hún erfitt með að hemja sig, ég reyndar skil það ekki þar sem þetta er bara alls ekki auðvelt, mér fyndist að með hverjum pakka sem á að setja saman fylgi samsetningarmanneskja með, humm það myndi allavega hjálpa mér helling. En nú fyrst að þessi törn er nánast búin þá ætlum við skötuhjúin að bjóða smiðunum og þeirra ekta konum í mat stefnan er tekin á að grilla nautalundir, veðrið er vibbi þannig að það er ekki spennandi en samt ekkert mál fyrir mann eins og mig sem er grillsjúklingur af guðs náð, á þessu heimili er venjulega grillað lágmark einu sinni í viku sama hvernig viðrar allt árið um kring, en svo skil ég ekkert hvers vegna Bjössi vinur minn er svona feitur
( ekki ég ) jæja hættur að bulla í bili bulla meyra síðar hafið öll góða helgi
Athugasemdir
Góða skemmtun og njótið helgarinnar
Vatnsberi Margrét, 13.4.2007 kl. 19:21
G-l-óða helgi
Solla Guðjóns, 14.4.2007 kl. 16:13
Þér ferst nú belgurinn þinn :) en ég verð að viðurkenna það að þið búið til góðan mat :)
Björn Zoéga Björnsson, 14.4.2007 kl. 17:07
Ekki hélstu að ég væri að tala um þig elsku vinur Björn Zoéga hinn fagri
Kristberg Snjólfsson, 14.4.2007 kl. 17:59
til lukku með verkin
Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.