7.4.2007 | 10:32
Afmælistörn
Jæja apríl er genginn í garð og þá er alltaf mikið um að vera í afmælum hjá okkur og okkar fjölskildum, mætti halda að fengitíminn sé bara einu sinn á ári humm. en allavega átti mín heittelskaða afmæli í gær og lítur hún ekki út fyrir að vera deginum eldri en 25
nú Bjarni Freyr á afmæli í dag og er töffarinn orðinn 12 ára, Lilja björt á svo afmæli á morgun og verður skvísan 9 ára, svo má nú ekki gleyma stóru Glóðinni en Alma Glóð á afmæli 30 og verður 11 ára, það er naumast hvað þessi börn verða fljótt fullorðin
Nú út af breytingunum þá hefur allt verið á hvolfi en er samt alt að koma á bara eftir að mála smá og setja hurðirnar á neðri hæðina, erum búin að vera að þrífa ryk og drullu undanfarið og bara gengið nokkuð vel
held reyndar a' Magga mín sé alveg að fá nóg af þessu því hún er orðin svo langþreytt. Á eftir förum við svo með börnin að sýna þeim afmælisgjafirnar en við ætlum að gefa þeim skrifborð, skrifborðsstóla og fataskáparnir eru verslaðir á sama stað þannig að það verður bara líka hluti af afmælisgjöfunum, bara nokkuð hentugt að gefa þetta þar sem þetta kemur á flottum tíma eftir breytingarnar. en allavega hafið bara öll gleðilega páska.
Athugasemdir
páskainnlitsafmæliskveðja
Ólafur fannberg, 7.4.2007 kl. 10:52
Gleðilega páska og til hamingju með öll afmælisbörnin
Þú hefur væntanlega verið jafn duglegur við baksturinn og ég var fyrir síðustu helgi
Og vonandi bakað eithvað gómsætara en vandræði
Ingvar, 7.4.2007 kl. 11:30
Afmælis og páska kveðjur.
Sigfús Sigurþórsson., 8.4.2007 kl. 13:27
Ég var að athuga málin varðandi sígaunavagninn! Hann ætti að öllu óbreyttu að sleppa út áður en fengitíminn byrjar
Ingvar, 8.4.2007 kl. 17:01
Til hamingju með afrakstur fengitímansog gleðilega páska.
Solla Guðjóns, 8.4.2007 kl. 17:36
Takk fyrir heimsóknina
Vatnsberi Margrét, 10.4.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.