Laugardagur og smiðirnir að vinna

Jæja þá er enn og aftur komin helgi og ekki enn búnar framkvæmdirnar hjá okkurAngry  En ég náði að plata smiðina til að vera hjá okkur og parketleggja í dagWink  þannig að þeir ættu að komast langt með parketið í dag, en það á líka eftir að setja upp tvo veggi sem þeir ætla að gera í dag og á morgun þannig að þá fer maður nú að sjá fyrir endann á þessum framkvæmdumGrin  á mánudaginn á að setja upp hurðirnar en við versluðum hurðir í allt húsið þannig að þetta verður heljarinnar breyting á húsinuWink  Síðan verðum við að bíða í 4 vikur eftir fataskápunum en við pöntuðum þá í eðalbúðinni Alno innréttingar alveg rosalega flottirSmile  já alveg rétt sko fyrst við erum að þessu þá ákvað ég að skipta út loftaplötunum í hjónaherberginu þannig að maður er alltaf að bæta einhverju viðTounge  allavega erum við komin ansi vel á veg með húsið og manni er bara farið að hlakka til að klára allt húsið og gera það eins og manni langar að hafa þaðGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Flott að þú náðir að plata smiðina. Gangi ykkur vel

Kolla, 31.3.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 31.3.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Ingvar

Þetta er auðvitað bara harðstjórn að þræla karlagreyjunum svona út á laugardegi sérstaklega eftir allt sem á undan er gengið í vikunni

Ingvar, 31.3.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Anna Sigga

þetta er svo spennandi.... hafa allt eins og mann dreymir um

Anna Sigga, 1.4.2007 kl. 10:28

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Allt að gera sigSting uppá spegil í loftið

Solla Guðjóns, 1.4.2007 kl. 10:57

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Fall er fararheill. Gangi ykkur vel í dag.

Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband