30.3.2007 | 08:26
Úff púff þetta ætlar aldrei að taka enda
Þetta er að verða alveg rosalegt vesen þessar smábreytingar! Breityngar sem áttu að taka tvo daga hafa heldur betur undið upp á sig
Nú í gær kom í ljós að við þurftum að rífa niður vegginn á milli hjónaherbergis og eins barnaherbergisins, nú það þíddi líka að við urðum að rífa niður fataskápinn í hjónaherberginu sem aftur þiðir nýr skápur humm. fórum í gær og pöntuðum nýjan skáp í hjónaherbergið frá Alno innréttingum en ég þekki eigandann þar og gaf hann okkur gott tilboð í flotta fataskápa
en breytingar sem áttu að kosta kannski 200-300 þúsund eru komnar í tvær millur
þannig a frjáls fjárframlög eru enn vel þeginn. En ljósi punkturinn í þessu er náttúrulega sá að efri hæðin er nánast búin eigum bara eftir að taka baðherbergið í gegn en það liggur ekkert á því þar sem það er ágætt en við viljum breyta því aðeins
Nú svo fékk ég verkfræðing hingað til að athuga fyrir mig hvort ekki sé í lagi að saga niður einn vegg sem skilur eldhúsið, stofu og sjónvarpsstofu að og þá náttúrulega vill hann að við setjum upp bita til að halda húsinu uppi humm skrítið að það þurfi að haldast uppi, held nefnilega að við hjónakornin séum að verða brjáluð okkur finnst svo gaman í ryki að við erum að spá í að fara í eldhúsið líka, en við gerum það örugglega ekki fyrr en í haust ef að við gerum það á þessu ári. Já alveg rétt við fórumlíka í Parket og gólf og versluðum okkur rosalega flottar innihurðir vorum búin aðfá tilboð í ákveðnar hurðir mjög fínar og stefndum á að taka þær en þá rak Magga augun í aðrar flottari sem ég var líka búinn að sjá en fannst þær of dýrar en ég fékk svona múskó tilboð í þær sem að ég gat ekki sleppt en það kostaði okkur 140 þúsund aukalega
jæja held að það sé best fyrir mig að fara að vinna þannig að við getum einhvertímann borgað reikningana
Athugasemdir
held að við verðum líka að fá andlegan stuðning ,,, ég er komin með fjárhagslegt verkefnasjokk...
Margrét M, 30.3.2007 kl. 08:40
Einhvern veginn er ég búin að fá tilfinnigu fyrir að það verði lítið eftir af gamla húsinu nema útveggirnir og gangi ykkur alveg rosalega vel.
Solla Guðjóns, 30.3.2007 kl. 09:23
Mundu bara hvað ég var búinn að segja þér Kristberg.
Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 09:51
Ég kannast við þetta. ætlaði að skipta um eitt stíflað vatnsrör á baðinu hjá okkur í fyrra og það endað með því að það stóð bara grindin í veggjunum eftir
Ingvar, 30.3.2007 kl. 09:51
Held að Magga mín ætti að fá verðlaun fyrir nýyrði ársins.
fjárhagslegt verkefnasjokk
Kristberg Snjólfsson, 30.3.2007 kl. 13:11
dugleg stelpa ..ekki rugluð ..
Margrét M, 30.3.2007 kl. 13:29
Kiddi, ætlar þú með í Flekkuna?
bull (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 16:10
Jói minn auðvitað förum við í Flekkuna en þú veist símanúmerið líka
Kristberg Snjólfsson, 30.3.2007 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.