Gólfin / Húsið

Jæja þá er allt komið á 3 hundraðið hjá okkur að reyna að klár blessaða gólfið uppi. Ennnnnn núna erum við skötuhjúin alveg að bilast W00t  við náttúrulega ákváðum að skipta um hurðir fyrst við erum að þessu nú líklega málum við líka mest allt og svo er kominn svo mikill hugur í okkur að halda áfram að við eigum bara erfitt með að hemja Möggu mínaTounge  ekki það að ég sé eitthvað að æsa hana upp nei nei ég geri ekki svoleiðisLoL  Nú það sem við erum að pæla er að byggja aðeins við kofann þ.e.s stækka eldhúsið aðeins og byggja þá ofan á það eina hæð eða svo þá getum við stækkað baðherbergið upp töluvert en það er svosem ekkert rosalega lítið en alltaf gaman að hafa rúmt í kring um sig, nú fyrst að við erum að spá í því þá verðum við að byggja ofan á útbygginguna sem stofan er í þannig að þar fengist gríðarlega gott ca 40 fm herbergi. Nú ef að við förum í þetta þá verðum við líka að byggja smá baðhús við húsið þannig að við getum nýtt heitapottinn sem mun koma á nýju stóru veröndina hjá okkur, en það er náttúrulega ekki hægt að sleppa neðri hæðinni en við erum búin að finna draumaeldhúsið okkar en það er í Byko  já látið það vera við eigum þaðWink  að sjálfssögðu skiptum við líka um gólfefni á neðri hæðinni en við erum búin að ákveða að skipta flísum og parketi bróðurlega niður á hæðina, baðherbergið á neðri hæðinni þarf líka að fá upplyftingu og síðast en ekki sýst þá ætlum við að klæða húsið að utan með flísum og sedrusviðWhistling  Ekki má ég gleyma bílskúrnum en hann verður ca 60 fm almennilegur dótakassi og svo náttúrulega verður öll lóðin tekin í gegn og hún verður gerð þannig að ekki þurfi að koma nálægt með puttana ég nefnilega nenni ekki að brasa í moldarflagi. Nú þetta er svo sem ekkert rosalegt kostar einhverja aura en sem betur fer þá komst vændisfrumvarpið í gegn þannig að ef að ég skila inn vsk af tekjunum ætti þetta að ganga ansi hratt fyrir sigLoL  ÆÆÆÆ maður má alveg láta sig dreyma en það er klárt við gerum þetta einhvertímann en líklega verð ég að bíða í minnsta kosti tvo til þrjá mánuði á meðan ég safna aurumWhistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

2 - 3 mánuði OMG ,, hvar vinnur þú eiginlega..

Margrét M, 27.3.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

hva fynst þér það mikið ? ég er ekki á þannig launum að ég geti gert þetta á skemri tíma  sorry

Kristberg Snjólfsson, 27.3.2007 kl. 09:09

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Því að hætta fyrst maður er byrjaðurmaður gerir það sem maður getur og dreymir um allt sem hægt er að gera.Draumar kosta ekkert.

EEEEEnnnnnnnnnn vildi komast í svona vel launaða vinnu

Solla Guðjóns, 27.3.2007 kl. 14:36

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Jamm Magga er með svo góð laun hjá Staðlaráði að þetta verður ekkert mál

Kristberg Snjólfsson, 27.3.2007 kl. 14:51

5 Smámynd: Ingvar

Það er eins gott að þau hækki ekki mikið. þá þarft þú að fara að huga að því að bjóða í næstu lóðir svo þið komið öllu fyrir

Ingvar, 27.3.2007 kl. 17:19

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 27.3.2007 kl. 22:20

7 Smámynd: Anna Sigga

Duglega fólk...

Anna Sigga, 27.3.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gangi ykkur vel

Vatnsberi Margrét, 28.3.2007 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband